Fótbolti

Þriggja marka tap Færeyinga í fyrsta leik

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Fróði Benjamínsen í landsleik Færeyinga.
Fróði Benjamínsen í landsleik Færeyinga. GettyImages
Færeyingar töpuðu fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2012 á heimavelli í kvöld. Serbar komu í heimsókn og fóru heim með öll stigin.

Lokatölur voru 3-0 fyrir Serbum.

Í B-riðli vann Írland 0-1 sigur á Armeníu þar sem Keith Fahey skoraði markið. Í sama riðli skoraði Pavel Pogrebniak tvö mörk fyrir Rússa í 2-0 sigri á Andorra.

Þá vann Tyrkland 3-0 sigur á Kasakstan í A-riðli, Arda Turan, Hamil Altintop og Nihat Kavechi skoruðu mörkin og M oldóvar unnu Finna 2-0 í E-riðli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×