Íslenski boltinn

Haukur Ingi talaði við landsliðsmenn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ba´ratta um boltann í leiknum í kvöld.
Ba´ratta um boltann í leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Anton
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari sagði eftir leikinn gegn Norðmönnum í kvöld að Haukur Ingi GUðnason hefði rætt við landsliðsmenninna fyrir leikinn.

Ólafur vildi breyta til í undirbúningi liðsins fyrir leikinn að þessu sinni og fór til að mynda með liðið á hótel í Keflavík.

„Við nutum þess að vera í aðeins meiri friði og ró þar."

Haukur Ingi er leikmaður Keflavíkur en er þar að auki sálfræðingur.

„Það er fínt að hafa svoleiðis mann með sér til að hjálpa til. Það er mikið af ungum strákum í liðinnu okkar og við vildum fá góða menn til að vinna með okkur."

„Allir bestu íþróttamenn í heimi eru með sálfræðing á sínum snærum og mér fannst þetta virka mjög vel."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×