Íslenski boltinn

Pedersen: Sluppum með þrjú stig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Anton
Morten Gamst Pedersen, leikmaður Blackburn og norska landsliðsins, var dauðfeginn að hafa sloppið með þrjú stig frá Íslandi að þessu sinni.

„Ég er ánægður með stigin, sérstaklega þar sem við fengum þau á degi þar sem við spiluðum ekki vel. Fyrri hálfleikurinn var hræðilegur. Við sköpuðum ekki neitt og spiluðum mjög illa," sagði Pedersen við Vísi eftir leikinn.

„Íslendingar voru sókndjarfir en sem betur fer náðum við tveimur mörkum í síðari hálfleik og spiluðum ágætlega."

Hann sagði að Norðmenn hefðu líklega verið yfirspenntir í upphafi leiksins. „Við vorum kannski of tilbúnir í slaginn og of stressaðir. En við náðum að rétta okkur af í hálfleik. Við byrjuðum að að spila boltanum eftir það og hefðum þess vegna getað skorað fleiri mörk. En þetta var sigur á slæmum degi og sluppum með þrjú stig."

Hann hrósaði íslenska liðinu. „Ísland á mikið af góðum leikmönnum og sérstaklega er framtíðin björt. Ungmennalandsliðið er gott og í raun ótrúlegt hversu margir góðir leikmenn koma frá ekki stærra landi. Það er gaman að fylgjast með því."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×