Ný skýrsla: Auðvelt að vera móðir á Íslandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. maí 2010 22:00 Samkvæmt lista Barnaheilla er auðveldast að vera móðir í Noregi en erfiðast í Afganistan. Noregur er í fyrsta sæti á lista yfir þau lönd þar sem auðveldast er að vera móðir, samkvæmt skýrslu Barnaheilla - Save the Children „State of the World's Mothers Report" fyrir árið 2010. Ísland er í þriðja sæti á eftir Ástralíu, en Ísland færist upp um um eitt sæti frá fyrra ári. Afganistan er í neðsta sæti. Í fréttatilkynningu frá Barnaheillum á Íslandi kemur fram að mæður í Noregi og Ástralíu eigi auðveldast með að sinna móðurhlutverkinu, samkvæmt hinni svokölluðu „vísitölu mæðra" sem Barnaheill hefur gefið út í ellefta sinn. Með vísitölunni er löndum heims raðað niður eftir því hvar er auðveldast og hvar er erfiðast að vera móðir. Á listanum eru 160 ríki. Þar af eru 43 vestræn ríki og 117 þróunarríki. Meðal þess sem litið er til eru líkurnar á því að mæður látist af barnsburði, hlutfall fæðinga þar sem mæður njóta faglegrar hjálpar heilbrigðisstarfsmanna, hlutfall kvenna sem nota nútímalegar getnaðarvarnir, lífslíkur kvenna við fæðingu, fjöldi ára þar sem konur geta sótt sér formlega menntun, hlutfall tekna kvenna samanborið við karlmenn og þátttaka kvenna í stjórnun ríkja. Þá er einnig litið á hverjar lífslíkur barna eru við fæðingu, hlutfall barna undir fimm ára aldri sem eru vannærð auk þess sem aðgengi að menntun og hreinu vatni er skoðað. Mikilvægt að veita konum menntun Í skýrslu Barnaheilla, „State of the World's Mothers Report" fyrir árið 2010 þar sem „vísitala mæðra" er kynnt, kemur fram hversu gríðarlega mikilvægt það er að veita mæðrum aðgang að menntun, fjárhagslegum tækifærum og heilsuvernd, bæði fyrir þær og börn þeirra. Það er líklegast til að tryggja að þau vaxi og dafni. Mikilvægur liður í þessu starfi er þátttaka kvenna í heilsuvernd um allan heim. „Auðvitað væri best ef hver ófrísk kona og hvert veikt barn hefðu tækifæri til að vera undir læknishendi á heilsugæslustöðvum. Því fer því miður fjarri í fátækari löndum heims. En með tiltölulega litlum tilkostnaði í grunnþjálfun, eftirliti og stuðningi, geta kvenkyns heilbrigðisstarfsmenn komið á framfæri ódýrum heilbrigðisráðum sem hafa sannað ágæti sitt og þannig bjargað milljónum barna á hverju ári," segir Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla á Íslandi. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Noregur er í fyrsta sæti á lista yfir þau lönd þar sem auðveldast er að vera móðir, samkvæmt skýrslu Barnaheilla - Save the Children „State of the World's Mothers Report" fyrir árið 2010. Ísland er í þriðja sæti á eftir Ástralíu, en Ísland færist upp um um eitt sæti frá fyrra ári. Afganistan er í neðsta sæti. Í fréttatilkynningu frá Barnaheillum á Íslandi kemur fram að mæður í Noregi og Ástralíu eigi auðveldast með að sinna móðurhlutverkinu, samkvæmt hinni svokölluðu „vísitölu mæðra" sem Barnaheill hefur gefið út í ellefta sinn. Með vísitölunni er löndum heims raðað niður eftir því hvar er auðveldast og hvar er erfiðast að vera móðir. Á listanum eru 160 ríki. Þar af eru 43 vestræn ríki og 117 þróunarríki. Meðal þess sem litið er til eru líkurnar á því að mæður látist af barnsburði, hlutfall fæðinga þar sem mæður njóta faglegrar hjálpar heilbrigðisstarfsmanna, hlutfall kvenna sem nota nútímalegar getnaðarvarnir, lífslíkur kvenna við fæðingu, fjöldi ára þar sem konur geta sótt sér formlega menntun, hlutfall tekna kvenna samanborið við karlmenn og þátttaka kvenna í stjórnun ríkja. Þá er einnig litið á hverjar lífslíkur barna eru við fæðingu, hlutfall barna undir fimm ára aldri sem eru vannærð auk þess sem aðgengi að menntun og hreinu vatni er skoðað. Mikilvægt að veita konum menntun Í skýrslu Barnaheilla, „State of the World's Mothers Report" fyrir árið 2010 þar sem „vísitala mæðra" er kynnt, kemur fram hversu gríðarlega mikilvægt það er að veita mæðrum aðgang að menntun, fjárhagslegum tækifærum og heilsuvernd, bæði fyrir þær og börn þeirra. Það er líklegast til að tryggja að þau vaxi og dafni. Mikilvægur liður í þessu starfi er þátttaka kvenna í heilsuvernd um allan heim. „Auðvitað væri best ef hver ófrísk kona og hvert veikt barn hefðu tækifæri til að vera undir læknishendi á heilsugæslustöðvum. Því fer því miður fjarri í fátækari löndum heims. En með tiltölulega litlum tilkostnaði í grunnþjálfun, eftirliti og stuðningi, geta kvenkyns heilbrigðisstarfsmenn komið á framfæri ódýrum heilbrigðisráðum sem hafa sannað ágæti sitt og þannig bjargað milljónum barna á hverju ári," segir Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla á Íslandi.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira