Íslenski boltinn

Guðmundur á leið til Blika - Guðjón Baldvins til KR?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Guðmundur Pétursson.
Guðmundur Pétursson.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hafa KR-ingar tekið tilboði frá Breiðabliki í sóknarmanninn Guðmund Pétursson. Guðmundur lék með Kópavogsliðinu á lánssamningi í fyrra og stóð sig vel.

Guðmundur hafnaði því að ganga til liðs við FH og er að öllum líkindum á leið aftur í græna búninginn.

Þá hafa KR-ingar sent fyrirspurn til sænska liðsins GAIS með það fyrir augum að fá Guðjón Baldvinsson til sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×