Enski boltinn

Theo Walcott: Gagnrýnin hefur engin áhrif á mig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Theo Walcott skorar markið sitt um helgina.
Theo Walcott skorar markið sitt um helgina. Mynd/AFP
Theo Walcott sóknarmaður Arsenal og enska landsliðsins svaraði gangrýninni frá því í síðustu viku með því að skora flott mark og eiga mjög góðan leik í 3-1 sigri á Burnley í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

„Ég er búinn að lenda í svo mörgum meiðslum á þessu tímabili og fólk gerir sér örugglega ekki alveg grein fyrir því hvað það er erfitt að koma til baka eftir bakslag eftir bakslag eftir bakslag," sagði Theo Walcott.

„Það er ekki hægt að ætlast til þess að þú sést farin að spila af fullri getu um leið og þú kemur til baka," segir Theo Walcott en fyrrum enski landsliðsmaðurinn Chris Waddle sagði í síðustu viku að Walcott skildi ekki fótbolta.

„Ég vissi af skoðun Chris Waddle en ég hlusta ekki á þá sem standa utan við fótboltann. Ég hlusta á þá sem standa mér næst, stjórann [Arsene Wenger], Herra Capello, fjölskylduna og fólkið í kringum mig," sagði Theo Walcott.

„Gagnrýnin hefur engin áhrif á mig en kannski hættir þetta fólk að skjóta á mig ef ég held áfram að spila eins og um helgina," sagði þessi 20 ára eldfljóti leikmaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×