Innlent

Tæplega 60 prósent kosningaþátttaka

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Rúmlega 130 þúsund atkvæði hafa verið talin en 121.772 hafa hafnað Icesave-lögunum en það gera 93,3 prósent. Alls greiddu 2261 atkvæði með lögunum en það gera 1,7 prósent af greiddum atkvæðum. Auðir seðlar voru 6088 og ógildir 460.

Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi liggja ekki fyrir en vegna veðurs eru ekki komnar endanlegar tölur frá Ísafirði. Þá var ekki hægt að flytja atkvæði Grímseyinga til lands í gær og því átti eftir að telja þau.

Alls voru 227.896 á kjörskrá fyrir alþingiskosningar árið 2009. Miðað við það og talin atkvæði þá var 57 prósent kosningaþátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×