Kynna skýrslu um leigu á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu ríkisins 7. apríl 2010 14:30 Jarðhitasvæði á Norðurlandi. Mynd/Vilhelm Nefnd um fyrirkomulag leigu á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu ríkisins hefur lokið störfum og verður skýrsla nefndarinnar kynnt á morgun. Í lok maí 2008 samþykkti Alþingi lög um breytingu á ýmsum lögum á auðlinda- og orkusviði þar sem að mestu var bannað að selja vatnsréttindi í eigu opinberra aðila. Í bráðabirgðaákvæði er kveðið á um að forsætisráðherra skuli skipa nefnd til að fjalla um fyrirkomulag varðandi leigu á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu ríkisins. Nefndin skuli í störfum sínum fjalla um leigugjald, leigutíma, endurnýjun leigusamninga og önnur atriði er lúta að réttindum og skyldum aðila. Þá skuli nefndin meta hverra aðgerða sé þörf til að tryggja sjálfbæra og hagkvæma nýtingu auðlindanna. Í nefndinni sem skipuð var í ársbyrjun 2009, áttu sæti Karl Axelsson, hrl. og dósent, formaður; Elísabet Sigurðardóttir, lögfræðingur úr forsætisráðuneyti, Friðrik Már Baldursson, prófessor, Þórunn Pálsdóttir, verkfræðingur, Hafsteinn S. Hafsteinsson, lögfræðingur úr fjármálaráðuneyti, Lúðvík Bergvinsson, hdl., tilnefndur af iðnaðarráðherra, og Guðlaug Jónsdóttir, lögfræðingur úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, en Arnór Snæbjörnsson, lögfræðingur úr sama ráðuneyti, tók síðar hennar sæti í nefndinni. Skýrsla nefndarinnar verður kynnt á fundi í Þjóðmenningarhúsinu á morgun klukkan 10:30. Fundurinn er ætlaður fréttamönnum og öðrum sem áhuga hafa á málefninu. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Nefnd um fyrirkomulag leigu á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu ríkisins hefur lokið störfum og verður skýrsla nefndarinnar kynnt á morgun. Í lok maí 2008 samþykkti Alþingi lög um breytingu á ýmsum lögum á auðlinda- og orkusviði þar sem að mestu var bannað að selja vatnsréttindi í eigu opinberra aðila. Í bráðabirgðaákvæði er kveðið á um að forsætisráðherra skuli skipa nefnd til að fjalla um fyrirkomulag varðandi leigu á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu ríkisins. Nefndin skuli í störfum sínum fjalla um leigugjald, leigutíma, endurnýjun leigusamninga og önnur atriði er lúta að réttindum og skyldum aðila. Þá skuli nefndin meta hverra aðgerða sé þörf til að tryggja sjálfbæra og hagkvæma nýtingu auðlindanna. Í nefndinni sem skipuð var í ársbyrjun 2009, áttu sæti Karl Axelsson, hrl. og dósent, formaður; Elísabet Sigurðardóttir, lögfræðingur úr forsætisráðuneyti, Friðrik Már Baldursson, prófessor, Þórunn Pálsdóttir, verkfræðingur, Hafsteinn S. Hafsteinsson, lögfræðingur úr fjármálaráðuneyti, Lúðvík Bergvinsson, hdl., tilnefndur af iðnaðarráðherra, og Guðlaug Jónsdóttir, lögfræðingur úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, en Arnór Snæbjörnsson, lögfræðingur úr sama ráðuneyti, tók síðar hennar sæti í nefndinni. Skýrsla nefndarinnar verður kynnt á fundi í Þjóðmenningarhúsinu á morgun klukkan 10:30. Fundurinn er ætlaður fréttamönnum og öðrum sem áhuga hafa á málefninu.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira