Innlent

Karlmaðurinn er látinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karlmaðurinn sem leitað var að Fjallabaki í dag var látinn þegar að hann fannst um hálftíuleytið í kvöld, samkvæmt heimildum Vísis. Um 280 manns leituðu mannsins þegar mest var.

Maðurinn var ásamt tveimur konum á ferð á dökkblárri Honda CRV bifreið á páskadagskvöld og ætlaði að skoða gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi. Þau óskuðu fyrst eftir aðstoð í fyrrinótt þar sem þau sátu föst innan við Gilsá. Sú aðstoð var síðar afturkölluð eftir að þau náðu að losa bílinn.

Ekkert spurðist síðan til fólksins og formleg leit hófst á miðnætti og leituðu björgunarsveitarbílar og lögreglubílar að fólkinu í alla nótt.

Konurnar fundust í dag. Önnur þeirra var flutt á Landspítalann og fengust þær upplýsingar þaðan í kvöld að líðan hennar væri eftir atvikum góð. Hin konan lést.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×