Borgarstjórn ætlar að draga úr umferðarhraða 6. apríl 2010 16:21 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi sínum í dag tillögu borgarfulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um aðgerðir til að draga úr umferðarhraða í hverfum borgarinnar. Með aðgerðunum er ætlunin að fækka umferðarslysum og auka öryggi vegfarenda. Þá segir í tilkynningu frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra: Umferðarslysum í hverfum borgarinnar hefur fækkað verulega síðan ákveðið var að skilgreina íbúðahverfi sem 30 km hverfi. Enn eru hins vegar svæði þar sem umferðarhraði setur gangandi og hjólandi vegfarendur í mikla hættu. Götur með 50 km/klst. hámarkshraða skera sums staðar í sundur skólahverfi eða svæði íþróttafélaga og gera það að verkum að foreldrar treysta sér ekki til að senda börn sín gangandi úr skóla í frístundir. Borgaryfirvöldum hafa borist ítrekaðar óskir frá foreldrafélögum og íþróttafélögum um að gerðar verði úrbætur á því. Með þessum aðgerðum verður því komið til móts við þær óskir og á að draga úr umferðarhraða í hverfunum. Í samþykktri tillögu segir að gönguleiðir barna á leið í skóla eða tómstundir skulu sérstaklega skoðaðar og gerðar áætlanir um að lækka hámarkshraða á götum enn frekar þar sem börnin þurfa að komast yfir, annað hvort með bættri hönnun, skilgreiningu á vistgötu eða öðrum aðferðum. Forritun gönguljósa verði breytt í því skyni að auðvelda börnum og öðrum gangandi vegfarendum að komast leiðar sinnar örugglega. Þannig skulu ljósin stöðva bílaumferð þegar ýtt er á gönguljósahnappinn en ekki láta gangandi vegfarendur bíða eftir samstillingu ljósa fyrir bílaumferð. Með lægri umferðarhraða skapast betri skilyrði fyrir sjálfbær samfélög í hverfunum, þar sem fjölbreyttir ferðamátar fara saman og bílaumferð tekur tillit til þeirra sem gangandi eru eða hjólandi. Umhverfið verður einnig meira aðlaðandi þar sem lægri umferðarhraði dregur úr hávaða og svifryksmengun. Umhverfis- og samgönguráði og -sviði hefur verið falið að annast framkvæmd verkefnisins. Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi sínum í dag tillögu borgarfulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um aðgerðir til að draga úr umferðarhraða í hverfum borgarinnar. Með aðgerðunum er ætlunin að fækka umferðarslysum og auka öryggi vegfarenda. Þá segir í tilkynningu frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra: Umferðarslysum í hverfum borgarinnar hefur fækkað verulega síðan ákveðið var að skilgreina íbúðahverfi sem 30 km hverfi. Enn eru hins vegar svæði þar sem umferðarhraði setur gangandi og hjólandi vegfarendur í mikla hættu. Götur með 50 km/klst. hámarkshraða skera sums staðar í sundur skólahverfi eða svæði íþróttafélaga og gera það að verkum að foreldrar treysta sér ekki til að senda börn sín gangandi úr skóla í frístundir. Borgaryfirvöldum hafa borist ítrekaðar óskir frá foreldrafélögum og íþróttafélögum um að gerðar verði úrbætur á því. Með þessum aðgerðum verður því komið til móts við þær óskir og á að draga úr umferðarhraða í hverfunum. Í samþykktri tillögu segir að gönguleiðir barna á leið í skóla eða tómstundir skulu sérstaklega skoðaðar og gerðar áætlanir um að lækka hámarkshraða á götum enn frekar þar sem börnin þurfa að komast yfir, annað hvort með bættri hönnun, skilgreiningu á vistgötu eða öðrum aðferðum. Forritun gönguljósa verði breytt í því skyni að auðvelda börnum og öðrum gangandi vegfarendum að komast leiðar sinnar örugglega. Þannig skulu ljósin stöðva bílaumferð þegar ýtt er á gönguljósahnappinn en ekki láta gangandi vegfarendur bíða eftir samstillingu ljósa fyrir bílaumferð. Með lægri umferðarhraða skapast betri skilyrði fyrir sjálfbær samfélög í hverfunum, þar sem fjölbreyttir ferðamátar fara saman og bílaumferð tekur tillit til þeirra sem gangandi eru eða hjólandi. Umhverfið verður einnig meira aðlaðandi þar sem lægri umferðarhraði dregur úr hávaða og svifryksmengun. Umhverfis- og samgönguráði og -sviði hefur verið falið að annast framkvæmd verkefnisins.
Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira