Rýrir trúverðugleika íslenskra fjölmiðla Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. apríl 2010 19:00 Samsetning eignarhalds á stærstu einkareknu fjölmiðlunum á Íslandi er ekki gefin upp sundurliðuð. Formaður Blaðamannafélags Íslands segir það mjög óeðlilegt og að það rýri trúverðugleika íslenskra fjölmiðla. Engin lagaskylda hvílir einkareknum fjölmiðlum um að þeir gefi upp hverjir eigi þá. Og sundurliðun eignarhalds á stærstu einkareknu fjölmiðlunum liggur ekki fyrir Að sögn Óskars Magnússonar eru stærstu eigendur Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins og mbl.is, auk hans sjálfs félagið Krossanes ehf. sem er í eigu Samherja og Hlynur ehf. sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur. Innbyrðis skipting þessara hluthafa fékkst ekki upp gefin. Eigendur fjörutíu til fimmtíu prósents hlutafjár eru m.a Rammi hf. á Siglufirði og Páll H. Pálsson útgerðarmaður oft kenndur við Vísi. Þá má nefna Gunnar B. Dungal, Þorgeir Baldursson í Odda og Ásgeir Bolla Kristinsson, sem hér áður fyrr var kenndur við verslunina Sautján. DV hefur sem kunngt er skipt um eigendur og blaðið er nú gefið út af DV ehf., er í eigu Lilju Skaftadóttur sem á 32 prósenta hlut og Reynis Traustasonar sem á 33 prósent, en þau eru stærstu hluthafarnir. Aðrir smærri hluthafar eru t.d Bogi Emilsson og Halldór Jörgensson, sem saman fara með 16 prósenta hlut, verðbréfafyrirtækið Arev ehf. og Catalina ehf. sem rekur samnefnda krá í Kópavogi. 365 miðlar, sem eiga og reka Fréttablaðið, Stöð 2, Vísi og Bylguna eru í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, sem á rúmlega 90 prósenta hlut en Ari Edwald, forstjóri og Stefán Hilmarsson, fjármálastjóri eiga svo samtals tæplega 10 prósenta hlut. Hlutafé var aukið hinn 1. apríl og sé miðað við heildarhlutafé er hlutur Ingibjargar 72 prósent og Ara og Stefáns 8 prósent. Ekki fæst upp gefið hverjir séu eigendur 20 prósent hlutafjár í svokölluðum B-hluta, en enginn atkvæðisréttur fylgir því hlutafé. Myllusetur ehf. er útgáfufélag Viðskiptablaðsins og að sögn Péturs Árna Jónssonar, útgefanda, eru tveir þriðju hlutar hlutafjár í hans eigu og á Sveinn Biering Jónsson einn þriðja. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir það óeðlilegt ekki liggi fyrir nákvæm samsetning hlutafjár hjá einkareknum fjölmiðlum. Það sama gildi um upplýsingar um eignarhaldið og styrki til stjórnmálaflokka, almenningur eigi heimtingu á að vita hverjir það séu sem standi þeim að baki. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Samsetning eignarhalds á stærstu einkareknu fjölmiðlunum á Íslandi er ekki gefin upp sundurliðuð. Formaður Blaðamannafélags Íslands segir það mjög óeðlilegt og að það rýri trúverðugleika íslenskra fjölmiðla. Engin lagaskylda hvílir einkareknum fjölmiðlum um að þeir gefi upp hverjir eigi þá. Og sundurliðun eignarhalds á stærstu einkareknu fjölmiðlunum liggur ekki fyrir Að sögn Óskars Magnússonar eru stærstu eigendur Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins og mbl.is, auk hans sjálfs félagið Krossanes ehf. sem er í eigu Samherja og Hlynur ehf. sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur. Innbyrðis skipting þessara hluthafa fékkst ekki upp gefin. Eigendur fjörutíu til fimmtíu prósents hlutafjár eru m.a Rammi hf. á Siglufirði og Páll H. Pálsson útgerðarmaður oft kenndur við Vísi. Þá má nefna Gunnar B. Dungal, Þorgeir Baldursson í Odda og Ásgeir Bolla Kristinsson, sem hér áður fyrr var kenndur við verslunina Sautján. DV hefur sem kunngt er skipt um eigendur og blaðið er nú gefið út af DV ehf., er í eigu Lilju Skaftadóttur sem á 32 prósenta hlut og Reynis Traustasonar sem á 33 prósent, en þau eru stærstu hluthafarnir. Aðrir smærri hluthafar eru t.d Bogi Emilsson og Halldór Jörgensson, sem saman fara með 16 prósenta hlut, verðbréfafyrirtækið Arev ehf. og Catalina ehf. sem rekur samnefnda krá í Kópavogi. 365 miðlar, sem eiga og reka Fréttablaðið, Stöð 2, Vísi og Bylguna eru í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, sem á rúmlega 90 prósenta hlut en Ari Edwald, forstjóri og Stefán Hilmarsson, fjármálastjóri eiga svo samtals tæplega 10 prósenta hlut. Hlutafé var aukið hinn 1. apríl og sé miðað við heildarhlutafé er hlutur Ingibjargar 72 prósent og Ara og Stefáns 8 prósent. Ekki fæst upp gefið hverjir séu eigendur 20 prósent hlutafjár í svokölluðum B-hluta, en enginn atkvæðisréttur fylgir því hlutafé. Myllusetur ehf. er útgáfufélag Viðskiptablaðsins og að sögn Péturs Árna Jónssonar, útgefanda, eru tveir þriðju hlutar hlutafjár í hans eigu og á Sveinn Biering Jónsson einn þriðja. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir það óeðlilegt ekki liggi fyrir nákvæm samsetning hlutafjár hjá einkareknum fjölmiðlum. Það sama gildi um upplýsingar um eignarhaldið og styrki til stjórnmálaflokka, almenningur eigi heimtingu á að vita hverjir það séu sem standi þeim að baki.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira