Ólafur Ragnar: Ræddi um stöðu Íslands í Davos 29. janúar 2010 10:35 Ólafur Ragnar Grímsson. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson er nú staddur í Davos í Sviss þar sem hann hefur átt viðræður við fjölda áhrifamanna á alþjóðavettvangi, í fjármálalífi og efnahagsmálum á Alþjóða efnahagsþinginu í Davos. „Þá hefur forseti verið í ítarlegum viðtölum við fjölmiðla: BBC, bæði sjónvarp og útvarp, og sjónvarpsstöðvarnar CNN, CNBC, Bloomberg, Reuters og Al Jazeera, og var um að ræða heimsútsendingar þessara sjónvarpsstöðva. Þá hefur forseti rætt við blaðamenn Wall Street Journal, Times á Írlandi og fleiri prentmiðla," segir í tilkynningu frá forsetaembættinu. „Í öllum viðtölunum ræddi forseti um stöðu Íslands og framtíðarhorfur, lærdómana sem draga má af bankahruninu og hinni alþjóðlegu fjármálakreppu sem og nauðsyn samstarfs þjóða við endurreisn efnahagslífsins. Þá var forseti málshefjandi á samræðufundi stjórnenda banka, fjármálafyrirtækja og seðlabanka frá Evrópu og Bandaríkjunum þar sem fjallað var um lærdómana af reynslu síðustu missera og áherslur á endurbyggingu hins alþjóðlega fjármálakerfis," segir ennfremur. Þá kemur fram að forseti hafi verið málshefjandi á fundi stjórnenda margra helstu fjölmiðlafyrirtækja heims þar sem rætt var um hvernig fjölmiðlar hefðu fjallað um fjármálakreppuna og stöðu einstakra landa sem og um nauðsynlegar umbætur í alþjóðlegri fjölmiðlun svo að hún yrði raunsannari og efnisríkari. „Forseti Íslands átti einnig formlega fundi með forseta Slóveníu dr. Danilo Türk og forseta Lettlands Valdis Zatlers. Á fundum forsetanna var rætt um reynslu landanna í glímunni við fjármálakreppuna, erfiðleikana sem þjóðirnar fást nú við og nauðsyn samvinnu við aðra um lausnir. Þá gerðu forsetar Slóveníu og Lettlands grein fyrir stöðu landa sinna innan Evrópusambandsins og lýstu báðir áhuga á að heimsækja Ísland á þessu ári. Forseti Slóveníu hefur sérstakan áhuga á samvinnu við Íslendinga um nýtingu jarðhita í Slóveníu, bæði til orkuframleiðslu og í tengslum við arðbærari landbúnað," segir ennfremur. Í dag verður forseti meðal málshefjenda á málþingum um eflingu alþjóðlegs samstarfs á sviði efnahagsmála og fjármálalífs, hvernig endurskipuleggja eigi eftirlitsstofnanir og koma á meira gagnsæi og ríkari ábyrgð. Einnig mun forseti í dag taka þátt í umræðum um fæðuöryggi og aðgerðir í sjálfbærri landnýtingu. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson er nú staddur í Davos í Sviss þar sem hann hefur átt viðræður við fjölda áhrifamanna á alþjóðavettvangi, í fjármálalífi og efnahagsmálum á Alþjóða efnahagsþinginu í Davos. „Þá hefur forseti verið í ítarlegum viðtölum við fjölmiðla: BBC, bæði sjónvarp og útvarp, og sjónvarpsstöðvarnar CNN, CNBC, Bloomberg, Reuters og Al Jazeera, og var um að ræða heimsútsendingar þessara sjónvarpsstöðva. Þá hefur forseti rætt við blaðamenn Wall Street Journal, Times á Írlandi og fleiri prentmiðla," segir í tilkynningu frá forsetaembættinu. „Í öllum viðtölunum ræddi forseti um stöðu Íslands og framtíðarhorfur, lærdómana sem draga má af bankahruninu og hinni alþjóðlegu fjármálakreppu sem og nauðsyn samstarfs þjóða við endurreisn efnahagslífsins. Þá var forseti málshefjandi á samræðufundi stjórnenda banka, fjármálafyrirtækja og seðlabanka frá Evrópu og Bandaríkjunum þar sem fjallað var um lærdómana af reynslu síðustu missera og áherslur á endurbyggingu hins alþjóðlega fjármálakerfis," segir ennfremur. Þá kemur fram að forseti hafi verið málshefjandi á fundi stjórnenda margra helstu fjölmiðlafyrirtækja heims þar sem rætt var um hvernig fjölmiðlar hefðu fjallað um fjármálakreppuna og stöðu einstakra landa sem og um nauðsynlegar umbætur í alþjóðlegri fjölmiðlun svo að hún yrði raunsannari og efnisríkari. „Forseti Íslands átti einnig formlega fundi með forseta Slóveníu dr. Danilo Türk og forseta Lettlands Valdis Zatlers. Á fundum forsetanna var rætt um reynslu landanna í glímunni við fjármálakreppuna, erfiðleikana sem þjóðirnar fást nú við og nauðsyn samvinnu við aðra um lausnir. Þá gerðu forsetar Slóveníu og Lettlands grein fyrir stöðu landa sinna innan Evrópusambandsins og lýstu báðir áhuga á að heimsækja Ísland á þessu ári. Forseti Slóveníu hefur sérstakan áhuga á samvinnu við Íslendinga um nýtingu jarðhita í Slóveníu, bæði til orkuframleiðslu og í tengslum við arðbærari landbúnað," segir ennfremur. Í dag verður forseti meðal málshefjenda á málþingum um eflingu alþjóðlegs samstarfs á sviði efnahagsmála og fjármálalífs, hvernig endurskipuleggja eigi eftirlitsstofnanir og koma á meira gagnsæi og ríkari ábyrgð. Einnig mun forseti í dag taka þátt í umræðum um fæðuöryggi og aðgerðir í sjálfbærri landnýtingu.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira