Fótbolti

Liverpool komst áfram í Evrópudeildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gerrard á ferðinni í kvöld.
Gerrard á ferðinni í kvöld.

Liverpool er komið áfram í Evrópudeildinni eftir 1-3 sigur á Unirea frá Rúmeníu í kvöld. Liverpool vann fyrri leikinn 1-0 og vann því rimmuna 4-1 samanlagt.

Liverpool var samt í meiri vandræðum en tölurnar segja til um. Bruno Fernandes kom Unirea yfir í leiknum og opnaði rimmuna upp á gátt. Hans fyrsta mark síðan 2004.

Unirea sterkari aðilinn í kjölfarið og mark frá þeim var líklegra er Javier Mascherano jafnaði leikinn.

Unirea pressaði stíft eftir markið og var hvað eftir annað nærri því að skora. Mark frá Ryan Babel kom því algjörlega gegn gangi leiksins. Það mark kláraði leikinn.

Steven Gerrard bætti svo við þriðja markinu og sá til þess að enska liðið flaug heim í góðu skapi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×