Enski boltinn

Skilaboð til Adebayor: Enga heimskulega hegðun um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emmanuel Adebayor fagnar marki sínu í fyrri leiknum.
Emmanuel Adebayor fagnar marki sínu í fyrri leiknum. Mynd/Getty Images
Emmanuel Adebayor, framherji Manchester City, verður í sviðsljósinu um helgina þegar Manchester City heimsækir hans gamla lið í Arsenal á Emirates-völlinn á laugardaginn.

Emmanuel Adebayor fékk þriggja leikja bann fyrir að stampa á Robin van Persie í fyrri leiknum sem City vann 4-2 en hann var einnig gagnrýndur harðlega fyrir að hlaupa allan völlinn til þess að fagna marki sínu fyrir framan stuðningsmenn Arsenal.

„Við vitum öll að þetta var ekki skynsöm hegðun og ég hef sagt honum það sem vinur," sagði Kolo Toure sem kom með Adebayor frá Arsenal til Manchester City síðasta sumar. Adebayor baðst afsökunar á hegðun sinni en sagði að hann hefði misst stjórn á sér eftir stanslausar ögranir frá stuðningsmönnum Arsenal.

„Ég hef sagt honum að hann verði að verði að halda sig á mottunni og megi ekki æsa upp stuðningsmenn Arsenal með einhverri heimskulegri hegðun," sagði Kolo Toure og bætti við: „Ade er fagmaður, hann mun einbeita sér að leiknum og hjálpa liðinu til að vinna þennan leik," sagði Kolo Toure.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×