Enski boltinn

Owen Hargreaves meiddist aftur

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Owen Hargreaves er meiddur. Það kemur líklega fáum á óvart en miðjumaðurinn sterki hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli undanfarin ár.

Hinn 29 ára gamli Hargreaves spilaði í maí eftir 18 mánuða fjarveru en mun missa af byrjun tímabilsins vegna meiðsla.

Í stað þess að fara með United á keppnisferðalag fer hann til Bandaríkjanna þar sem hann mun hitta sérfræðing vegna meiðslanna.

Rio Ferdinand gæti náð byrjun tímabilsins líkt og Michael Owen ásamt Antonio Valencia og Nani.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×