Enski boltinn

Koscielny á leið til Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Koscielny, til hægri, í leik með Lorient.
Koscielny, til hægri, í leik með Lorient. Nordic Photos / AFP
Samkvæmt enskum fjölmiðlum hafa Arsenal og franska félagið Lorient komist að samkomulagi um kaupverð á franska varnarmanninum Laurent Koscielny.

Koscielny er 24 ára gamall og munu forráðamenn Arsenal hafa fylgst með honum undanfarið. Það er nú fullyrt að hann sé sjálfur að ganga frá samningi við Arsenal um kaup og kjör.

Talið er að Arsenal greiði um tólf milljónir evra fyrir kappann en Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sagði í fjölmiðlum fyrr í mánuðinum að hann væri spenntur fyrir Koscielny.

Ekki veitir af því þrír varnarmenn hjá Arsenal, þeir William Gallas, Mickael Silvestre og Sol CAmpbell verða allir samningslausir nú í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×