Þrír leikmenn Fylkis voru dæmdir í leikbann af aganefnd KSÍ í dag auk þjálfarans Ólafs Þórðarsonar. Þetta eru Andrés Már Jóhannesson, Ásgeir Börkur Ásgeirsson og Þórir Hannesson.
Andrés fékk tveggja leikja bann vegna brottvísunar í leik Fylkis og Fram og
Ásgeir þriggja leikja bann. Þórir fékk eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda en Ólafur tveggja leikja bann.
Þá fékk Gunnleifur Gunnleifsson eins leiks bann eftir brottvísunina gegn Stjörnunni og Daníel Einarsson úr Haukum eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda líkt og KR-ingurinn Skúli Jón Friðgeirsson.
Selfyssingurinn Arilíus Marteinsson og Arli Sveinn Þórarinsson og Baldur Aðalsteinsson úr Val fengu allir eins leiks bann eftir að hafa fengið fjögur gul spjöld.
Þá fóru þrír leikmenn ÍA í bann en úrskurð aganefndarinnar má sjá á vef KSÍ.
Fjórir Fylkismenn í samtals sjö leikja bann
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið




Sárt tap gegn Dönum á HM
Handbolti


Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns
Enski boltinn


Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn
Fótbolti

