Innlent

Notuðu bíl til að brjóta sér leið inn í fyrirtæki

Þjófar notuðu bíl til að brjóta sér leið inn í fyrirtæki í Seljahverfi í Reykjavík í nótt. Þeir óku bílnum á stóra rúðu og brutu hana. Síðan fóru þeir þar inn og höfðu einhver verðmæti á brott með sér.

Lögregla telur víst að eitthvað sjái á bílnum eftir þetta og er hans nú leitað. Þá var brotist inn í fyrirtæki í Skeifunni í Reykjavík, en ekki liggur fyrir hverju var stolið þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×