Innlent

ESB segir að við þurfum 80 túlka i vinnu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Utanríkisráðuneytið. Um 80 ráðstefnutúlka þarf til starfa ef Island gerist aðili að ESB. Mynd/ GVA.
Utanríkisráðuneytið. Um 80 ráðstefnutúlka þarf til starfa ef Island gerist aðili að ESB. Mynd/ GVA.
Fulltrúar Evrópusambandsins leggja áherslu á að Ísland muni þarfnast hið minnsta 80 ráðstefnutúlka að staðaldri ef Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. Svo margir ráðstefnutúlkar eru ekki til staðar nú og þjálfun þeirra tekur mörg ár, segir í tilkynningu frá sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi. Stofnanir Evrópusambandsins séu í stöðu til að leiðbeina og aðstoða við þjálfunina.

Þau Marco Benedetti, aðalframkvæmdastjóri túlkunar hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Olga Cosmidou, aðalframkvæmdastjóri túlkunar fyrir Evrópuþingið og Patrick Twidle, framkvæmdastjóri túlkunar fyrir Evrópudómstólinn munu koma í heimsókn til Reykjavíkur á morgun. Í heimsókninni munu fulltrúar ESB ræða við fulltrúa menntamálaráðuneytis, utanríkisráðuneytis, forsætisráðherra og Háskóla Íslands.

Tilgangurinn með heimsókninni er að kynna fyrir íslenskum yfirvöldum mikilvægi þess að tryggja þjálfun nægilega margra, hæfra ráðstefnutúlka með tilliti til mögulegrar aðildar að Evrópusambandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×