Innlent

Fjölskylduhjálpin vill frá 50 tonna þorskkvóta

Sjávarútvegsráðuneytið skoðar nú hvort flötur sé á því að Fjölskylduhjálpin megi semja við útgerðarfyrirtæki um að veiða fyrir sig 50 tonn af þroski, sem yrði viðbótarkvóti við útgefinn heildarkvóta.

Þegar Fjölskylduhjálpin sótti upphaflega um 50 tonna viðbótarkvóta var því erindi synjað á grundvelli þess að Fjölskylduhjálpin væri ekki útgerðarfyrirtæki, og því er verið að skoða nýja leið.

Í fréttatilkynningu um málið segir að ef þetta fáist, verði hægt að úthluta nýjum fiski í hverri viku í heilt ár.-






Fleiri fréttir

Sjá meira


×