Almannatengsladeildin fór verst út úr uppsögnum OR Valur Grettisson skrifar 21. október 2010 17:48 Orkuveita Reykjavíkur. Það voru niðurlútir starfsmenn sem gengu eftir göngum Orkuveitunnar í dag en 65 starfsmönnum var sagt upp. Vísir ræddi við nokkra starfsmenn sem sögðu allir daginn hafa verið undarlegan. „Þetta var rosalega skrýtið," sagði einn starfsmaðurinn sem sagði flesta hafa hætt fyrr í dag vegna hópuppsagnarinnar. Samkvæmt heimildum Vísis varð almannatengsla- og umsýsludeildin verst út úr niðurskurðinum, þar var næstum öllum sagt upp en deildin taldi á annan tug starfsmanna. Þá fékk verkfræðideildin að finna fyrir því. Um einn þriðji af starfsmönnum deildarinnar var sagt upp. Einn starfsmaður sem Vísir ræddi við sagði það sennilega eðlilegt í ljósi þess að verkefnin hafa dregist gríðarlega saman eftir hrun. „Það ríkti mikil sorg á vinnustaðnum," sagði annar starfsmaður aðspurður hvernig andrúmsloftið hafði verið þegar uppsagnirnar voru tilkynntar. Hann sagði að í fyrstu olli það ugg á meðal starfsmanna að 65 manns hafði verið sagt upp, en í fjölmiðlum var alltaf talað um 80. Síðar var sendur póstur á starfsmenn þar sem það var tilkynnt að fleiri uppsagnir væru ekki fyrirhugaðar. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði hart að meirihluta borgarstjórnar í vikunni að minnka frekar starfshlutfall starfsmanna og ná hagræðingu með þeim hætti frekar en að segja starfsfólkinu upp. Einn viðmælandi Vísis sagði þá umræðu hafa hrist talsvert upp í starfsfólki Orkuveitunnar. „En manni sýnist hann bara hafa vakið upp falsvonir," sagði starfsmaðurinn sem hafði heyrt að stjórn Orkuveitunnar leit á þær hugmyndir sem tímabundna hagræðingu sem hefði ekki skilað ætluðum sparnaði. 45 karlmönnum og 20 konum var sagt upp störfum. Um var að ræða fólk á öllum sviðum starfseminnar og á öllum aldri. Skrifstofufólki, stjórnendum, sérfræðingum, iðnaðarmönnum og verkamönnum hafi verið sagt upp störfum. Fastráðnir starfsmenn verða nú 501 sem sé sambærilegur starfsmannafjöldi og var hjá Orkuveitunni árið 2004. Með breytingunni fækki stjórnendum í skipuriti um helming. Tengdar fréttir Sextíu og fimm missa vinnuna hjá Orkuveitunni Sextíu og fimm fastráðnum starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur var sagt upp störfum í dag, og eru uppsagnirnar sagðar vera hluti af uppstokkun í rekstri fyrirtækisins. Fastráðnu starfsfólki fækkar um 11% með uppsögnunum. 21. október 2010 17:00 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Það voru niðurlútir starfsmenn sem gengu eftir göngum Orkuveitunnar í dag en 65 starfsmönnum var sagt upp. Vísir ræddi við nokkra starfsmenn sem sögðu allir daginn hafa verið undarlegan. „Þetta var rosalega skrýtið," sagði einn starfsmaðurinn sem sagði flesta hafa hætt fyrr í dag vegna hópuppsagnarinnar. Samkvæmt heimildum Vísis varð almannatengsla- og umsýsludeildin verst út úr niðurskurðinum, þar var næstum öllum sagt upp en deildin taldi á annan tug starfsmanna. Þá fékk verkfræðideildin að finna fyrir því. Um einn þriðji af starfsmönnum deildarinnar var sagt upp. Einn starfsmaður sem Vísir ræddi við sagði það sennilega eðlilegt í ljósi þess að verkefnin hafa dregist gríðarlega saman eftir hrun. „Það ríkti mikil sorg á vinnustaðnum," sagði annar starfsmaður aðspurður hvernig andrúmsloftið hafði verið þegar uppsagnirnar voru tilkynntar. Hann sagði að í fyrstu olli það ugg á meðal starfsmanna að 65 manns hafði verið sagt upp, en í fjölmiðlum var alltaf talað um 80. Síðar var sendur póstur á starfsmenn þar sem það var tilkynnt að fleiri uppsagnir væru ekki fyrirhugaðar. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði hart að meirihluta borgarstjórnar í vikunni að minnka frekar starfshlutfall starfsmanna og ná hagræðingu með þeim hætti frekar en að segja starfsfólkinu upp. Einn viðmælandi Vísis sagði þá umræðu hafa hrist talsvert upp í starfsfólki Orkuveitunnar. „En manni sýnist hann bara hafa vakið upp falsvonir," sagði starfsmaðurinn sem hafði heyrt að stjórn Orkuveitunnar leit á þær hugmyndir sem tímabundna hagræðingu sem hefði ekki skilað ætluðum sparnaði. 45 karlmönnum og 20 konum var sagt upp störfum. Um var að ræða fólk á öllum sviðum starfseminnar og á öllum aldri. Skrifstofufólki, stjórnendum, sérfræðingum, iðnaðarmönnum og verkamönnum hafi verið sagt upp störfum. Fastráðnir starfsmenn verða nú 501 sem sé sambærilegur starfsmannafjöldi og var hjá Orkuveitunni árið 2004. Með breytingunni fækki stjórnendum í skipuriti um helming.
Tengdar fréttir Sextíu og fimm missa vinnuna hjá Orkuveitunni Sextíu og fimm fastráðnum starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur var sagt upp störfum í dag, og eru uppsagnirnar sagðar vera hluti af uppstokkun í rekstri fyrirtækisins. Fastráðnu starfsfólki fækkar um 11% með uppsögnunum. 21. október 2010 17:00 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Sextíu og fimm missa vinnuna hjá Orkuveitunni Sextíu og fimm fastráðnum starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur var sagt upp störfum í dag, og eru uppsagnirnar sagðar vera hluti af uppstokkun í rekstri fyrirtækisins. Fastráðnu starfsfólki fækkar um 11% með uppsögnunum. 21. október 2010 17:00