Innlent

Refir drepa fé af bæjum í Borgarfirði

Talið er að þrír refir , hið minnsta, séu farnir að drepa fé af bæjum í Borgarfilrði.

Þegar liggja fimm kindur og lömb í valnum eftir árásir refanna,og óttast refaskytta, í viðtali við Skessuhorn, að ástandið eigi bara efitr að versna, eftir að refirnir, eða tófurnar, eru komnar á bragðið.

Nýverið varð fólk vitni að því að tófa murrkaði lífið úr lambhrút á svæðinu, en það gat ekki komið til hjálpar þar sem yfir Hvítaá var að fara.

Refaskyttan gagnrýnir í viðtalinu, að sveitarfélög sinni ekki lengur lögboðinni skyldu sinni til að stemma stigu við fjölgun refa og minka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×