Innlent

Reykjanesbær fær 159 milljónir í dag

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um áætlaða úthlutun tekjujöfnunarframlaga árið 2010 á grundvelli reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Áætluð heildarfjárhæð framlaganna nemur um 1.228 milljónum króna.

Í dag koma þrír fjórðu hlutar af áætluðu framlagi til greiðslu eða samtals um 921 milljón króna. Uppgjör framlaganna fer fram fyrir áramót á grundvelli leiðréttrar skrár um álagðar skatttekjur sveitarfélaganna.

Mest fær Reykjanesbær sem í dag fær tæpar 159 milljónir greiddar úr sjóðnum. Í desember fær bæjarfélagið síðan um 53 milljónir til viðbótar.

Með því að smella hér má sjá yfirlit yfir úthlutun áætlaðra tekjujöfnunarframlaga til sveitarfélaga árið 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×