Innlent

Alþingi skorar á kínversk stjórnvöld

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alþingi tekur undir með þeim fjölmörgu sem skora á kínversk stjórnvöld að láta friðarverðlaunahafann lausan. Mynd/ afp.
Alþingi tekur undir með þeim fjölmörgu sem skora á kínversk stjórnvöld að láta friðarverðlaunahafann lausan. Mynd/ afp.
Alþingi skorar á kínversk stjórnvöld að leysa Liu Xiaobo, friðarverðlaunahafa Nóbels í ár, úr haldi. Hann afplánar nú ellefu ára dóm í Kína vegna baráttu sinnar fyrir mannréttindum. Í þingsályktunartillögu sem samþykkt var á Alþingi í dag, með 32 samhljóða atkvæðum, er því fagnað að Xiaobo hafi verið veitt friðarverðlaunin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×