Hundrað hæstu fá svipuð laun og 2004 Pétur Gunnarsson skrifar 20. ágúst 2010 05:45 Breitt bil Kaupmáttur hundrað tekjuhæstu einstaklinganna fimmfaldaðist á sama tíma og kaupmáttur almennings jókst um helming.Fréttablaðið/Stefán Eitt hundrað tekjuhæstu einstaklingar í landinu höfðu að meðaltali fimm milljónir króna í launatekjur á mánuði árið 2009. Tekjur þeirra eru nú svipaðar og á árunum 2004 og 2005 en innan við helmingur þess sem þær voru árið 2007 þegar þær voru 11,2 milljónir króna á mánuði að meðaltali. Í nýju fréttabréfi Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands er sýnd þróun launatekna 100 hæstu tekjuþega í landinu á tímabilinu 1990 til 2009 í grein eftir Arnald Sölva Kristjánsson hagfræðing og Stefán Ólafsson prófessor. Byggt er á upplýsingum úr tekjublöðum Frjálsrar verslunar. Fram kemur að á tímabilinu frá 2003 til 2007 jukust atvinnutekjur þessa hóps langt umfram aðra í þjóðfélaginu. Meðan vísitala kaupmáttar launa hækkaði úr 100 árið 1990 í 146 árið 2008 fór vísitala kaupmáttar hinna hundrað tekjuhæstu úr 100 í 500. Frá hruninu árið 2008 hafa tekjur hátekjuhópsins lækkað um 55%. Í fréttabréfi Þjóðmálastofnunar segir að þetta þýði að sú 71% hækkun sem varð hjá hópnum á árunum 2005 til 2007 hafi nú að stórum hluta gengið til baka. „Þær miklu hækkanir sem urðu á atvinnutekjum hæstu 100 einstaklinganna frá 2002 til 2004 standa þó enn eftir," segir í tímaritinu. Greinarhöfundarnir árétta þó að í tekjublöðum eins og blaði Frjálsrar verslunar séu hæstu tekjur vantaldar þar sem fjármagnstekjur séu þar undanskildar. „Tölur Frjálsrar verslunar vanmeta því hæstu tekjur Íslendinga verulega," segir í fréttabréfinu. Gögn Ríkisskattstjóra sýni að árið 2007 var 1% tekjuhæstu fjölskyldna í landinu með um 85% heildartekna sinna sem fjármagnstekjur. Árið 2007 hafi sex hundruð tekjuhæstu fjölskyldur landsins haft að meðaltali um 18 milljónir króna á mánuði í heildartekjur, þegar allar tekjur voru meðtaldar, þ.e. atvinnutekjur, fjármagnstekjur og lífeyristekjur. Þjóðmálastofnun boðar að hún muni birta upplýsingar um hvernig heildartekjur þessa hóps hafa þróast frá 2007 þegar nýjar tölur frá Ríkisskattstjóra liggja fyrir. Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Eitt hundrað tekjuhæstu einstaklingar í landinu höfðu að meðaltali fimm milljónir króna í launatekjur á mánuði árið 2009. Tekjur þeirra eru nú svipaðar og á árunum 2004 og 2005 en innan við helmingur þess sem þær voru árið 2007 þegar þær voru 11,2 milljónir króna á mánuði að meðaltali. Í nýju fréttabréfi Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands er sýnd þróun launatekna 100 hæstu tekjuþega í landinu á tímabilinu 1990 til 2009 í grein eftir Arnald Sölva Kristjánsson hagfræðing og Stefán Ólafsson prófessor. Byggt er á upplýsingum úr tekjublöðum Frjálsrar verslunar. Fram kemur að á tímabilinu frá 2003 til 2007 jukust atvinnutekjur þessa hóps langt umfram aðra í þjóðfélaginu. Meðan vísitala kaupmáttar launa hækkaði úr 100 árið 1990 í 146 árið 2008 fór vísitala kaupmáttar hinna hundrað tekjuhæstu úr 100 í 500. Frá hruninu árið 2008 hafa tekjur hátekjuhópsins lækkað um 55%. Í fréttabréfi Þjóðmálastofnunar segir að þetta þýði að sú 71% hækkun sem varð hjá hópnum á árunum 2005 til 2007 hafi nú að stórum hluta gengið til baka. „Þær miklu hækkanir sem urðu á atvinnutekjum hæstu 100 einstaklinganna frá 2002 til 2004 standa þó enn eftir," segir í tímaritinu. Greinarhöfundarnir árétta þó að í tekjublöðum eins og blaði Frjálsrar verslunar séu hæstu tekjur vantaldar þar sem fjármagnstekjur séu þar undanskildar. „Tölur Frjálsrar verslunar vanmeta því hæstu tekjur Íslendinga verulega," segir í fréttabréfinu. Gögn Ríkisskattstjóra sýni að árið 2007 var 1% tekjuhæstu fjölskyldna í landinu með um 85% heildartekna sinna sem fjármagnstekjur. Árið 2007 hafi sex hundruð tekjuhæstu fjölskyldur landsins haft að meðaltali um 18 milljónir króna á mánuði í heildartekjur, þegar allar tekjur voru meðtaldar, þ.e. atvinnutekjur, fjármagnstekjur og lífeyristekjur. Þjóðmálastofnun boðar að hún muni birta upplýsingar um hvernig heildartekjur þessa hóps hafa þróast frá 2007 þegar nýjar tölur frá Ríkisskattstjóra liggja fyrir.
Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira