Íslenski boltinn

Ólafur Kristjánsson: Fyrirsjáanlegir, hægir og andlausir

Ari Erlingsson skrifar
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks var ekki ánægður eftir 3-1 tap hans manna á móti Fram í kvöld. Þetta var fyrsta deildartap Blika síðan 14. júní.

„Ég get ekki verið sáttur með þennan leik. Við vorum mjög fyrirsjánlegir, hægir og andlausir í leiknum og vorum einfaldlega slakari en Framararnir. Verðskulduðum því að fara héðan með 0 stig," sagði Ólafur.

„Það er erfitt að segja hvað veldur lélegri frammistöðu hjá okkur í kvöld og þegar allt liðið er að spila jafn illa og í kvöld, þá er greinilegt að eitthvað hefur brugðist hjá okkur öllum en við þurfum bara að finna lausnir á því.

„Við ætlum samt ekkert að örvænta. Eyjamenn eru komnir á toppinn og þeir verðskulda bara það eins og staðan er í dag. Við höldum bara áfram okkar vinnu og markmiðin eru enn þau sömu þrátt fyrir tap í dag," sagði Ólafur að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×