Fótbolti

Robbie Fowler skiptir um lið í áströlsku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robbie Fowler á dögum sínum sem leikmaður Liverpool.
Robbie Fowler á dögum sínum sem leikmaður Liverpool. Mynd/Getty Images
Gamla Liverpool-hetjan Robbie Fowler er að framlengja fótboltaferill sinn í Ástralíu en hann hefur fundið sér nýtt lið í áströlsku deildinni eftir að North Queensland Fury sagði upp samningnum við hann.

Hinn 35 ára gamli framherji hefur nú samið við Perth Glory en hann fékk fjölda tilboða allstaðar að úr deildinni sem og frá liðum í Miðausturlöndum. Fowler skoraði 9 mörk í 26 leikjum með North Queensland Fury á síðasta tímabili.

Robbie Fowler var með tveggja ára samning við Fury en félagið varð að segja honum upp vegna fjárhagsvandræða. Það er launaþak í áströlsku deildinni en hvert lið má hinsvegar ráða til sín eina "stórstjörnu" sem ekki fellur undir þakið.

Það er því ekki vitað hversu há laun Fowler fær í laun hjá nýja liðinu en það eru væntanlega engir smáaurar víst að North Queensland Fury gat ekki lengur borgað honum samkvæmt samningi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×