Innlent

Vill að borgin hætti að greiða laun miðborgarprests

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þorleifur Gunnlaugsson vill ekki að borgin greiði laun prestsins. Mynd/ Vilhelm.
Þorleifur Gunnlaugsson vill ekki að borgin greiði laun prestsins. Mynd/ Vilhelm.

Þorleifur Gunnlaugsson, fulltrúi VG í borgarráði, lagði fram þá tillögu á fundi borgarráðs í síðustu viku að borgarráð hætti að greiða helming launa miðborgarprests.

Þorleifur Gunnlaugsson telur að mikill niðurskurður í fjárhagsáætlun Reykjavíkur annað árið í röð setji mark sitt á nauðsynlega grunnþjónustu borgarinnar. Það sé því ekki verjandi að leggja 4,6 milljónir í starf miðborgarprests.

Segir Þorleifur að í og við miðborgina sé fjöldi presta og annarra starfsmanna þjóðkirkjunnar sem þiggi laun sín af skattpeningum borgarbúa. Telur hann að það fjármagn ætti að duga fyrir meintri þörf á sálgæslu á svæðinu, eins og hann sjálfur orðar það.

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins greiddu hins vegar allir atkvæði gegn tillögu Þorleifs.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.