Kvika færist í átt að toppgíg Eyjafjallajökuls Kristján Már Unnarsson skrifar 13. janúar 2010 12:00 Eyjafjallajökull. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Skjálftavirkni í Eyjafjallajökli hefur verið að færast í aukana á ný undanfarnar tvær vikur og tengir Veðurstofan það við kvikuhreyfingar í eldstöðinni. Mælingar sýna útþenslu fjallsins sem taldar eru benda til kvikuflutnings upp í jarðskorpuna í átt að toppgíg fjallsins, eða norðausturjaðri hans.Veðurstofan vekur athygli á því að laust upp úr klukkan sex í gærmorgun varð skjálfti af stærðinni 3 undir Eyjafjallajökli og að síðastliðnar tvær vikur virðist skjálftavirkni þar vera að færast í aukana á ný, miðað við undanfarna fjóra mánuði.Segir Veðurstofan að sjálftavirkni, sem mældist undir fjallinu síðastliðið sumar, sé líklega merki um kvikuhreyfingar og innskotsmyndun á nokkurra kílómetra dýpi í eldstöðinni. Alls mældust þá á nokkurra vikna tímabili um 200 skjálftar, flestir á 9-11 km dýpi, í þyrpingu rétt norðaustur af gígnum á toppi fjallsins en einnig var dreifð virkni undir suðurhlíðum fjallsins.Samfara því færðist GPS-mælistöð Veðurstofunnar á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum um 1 cm til suðurs, sem að mati Veðurstofunnar bendir einnig til útþenslu fjallsins vegna aðflutnings kviku ofarlega í jarðskorpuna. Stöðin virðist nú aftur vera farin að færast til suðurs, líkt og síðastliðið sumar.Þessi atburður er talinn svipaður fyrri kvikuinnskotahrinum í Eyjafjallajökli á árunum 1994 og 1999. Telur Veðurstofan að í heild sýnir jarðskjálftadreifin aðfærslurás kviku frá botni jarðskorpunnar á 22 km dýpi og upp í gegnum skorpuna, nokkurn veginn undir norðausturjaðri toppgígsins, og endurspeglar einnig streymi kvikunnar til suðurs í þrjú aðskilin sylluinnskot undir suðurhlíðum Eyjafjallajökuls.Hvort þetta þýði að eldgos sé í uppsiglingu segir Steinunn Jakobsdóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, ekki hægt að útiloka að svo verði en það sé ekki að gerast í augnablikinu, og minnir á að menn hafi áður séð kvikuinnskot í fjallið án þess að gos yrði. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Skjálftavirkni í Eyjafjallajökli hefur verið að færast í aukana á ný undanfarnar tvær vikur og tengir Veðurstofan það við kvikuhreyfingar í eldstöðinni. Mælingar sýna útþenslu fjallsins sem taldar eru benda til kvikuflutnings upp í jarðskorpuna í átt að toppgíg fjallsins, eða norðausturjaðri hans.Veðurstofan vekur athygli á því að laust upp úr klukkan sex í gærmorgun varð skjálfti af stærðinni 3 undir Eyjafjallajökli og að síðastliðnar tvær vikur virðist skjálftavirkni þar vera að færast í aukana á ný, miðað við undanfarna fjóra mánuði.Segir Veðurstofan að sjálftavirkni, sem mældist undir fjallinu síðastliðið sumar, sé líklega merki um kvikuhreyfingar og innskotsmyndun á nokkurra kílómetra dýpi í eldstöðinni. Alls mældust þá á nokkurra vikna tímabili um 200 skjálftar, flestir á 9-11 km dýpi, í þyrpingu rétt norðaustur af gígnum á toppi fjallsins en einnig var dreifð virkni undir suðurhlíðum fjallsins.Samfara því færðist GPS-mælistöð Veðurstofunnar á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum um 1 cm til suðurs, sem að mati Veðurstofunnar bendir einnig til útþenslu fjallsins vegna aðflutnings kviku ofarlega í jarðskorpuna. Stöðin virðist nú aftur vera farin að færast til suðurs, líkt og síðastliðið sumar.Þessi atburður er talinn svipaður fyrri kvikuinnskotahrinum í Eyjafjallajökli á árunum 1994 og 1999. Telur Veðurstofan að í heild sýnir jarðskjálftadreifin aðfærslurás kviku frá botni jarðskorpunnar á 22 km dýpi og upp í gegnum skorpuna, nokkurn veginn undir norðausturjaðri toppgígsins, og endurspeglar einnig streymi kvikunnar til suðurs í þrjú aðskilin sylluinnskot undir suðurhlíðum Eyjafjallajökuls.Hvort þetta þýði að eldgos sé í uppsiglingu segir Steinunn Jakobsdóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, ekki hægt að útiloka að svo verði en það sé ekki að gerast í augnablikinu, og minnir á að menn hafi áður séð kvikuinnskot í fjallið án þess að gos yrði.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira