Enski boltinn

Mancini fær sekt en sleppur við bann

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mancini og Moeys eftir atvikið.
Mancini og Moeys eftir atvikið.

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur verið sektaður um 20 þúsund pund eftir að hafa verið fundinn sekur um ósæmilega hegðun í leik gegn Everton á dögunum.

Mancini sleppur þó við leikbann. Mancini lenti saman við David Moyes, stjóra Everton, og fengu þeir báðir brottvísun frá dómaranum. Mancini átti upptökin, geystist að Moyes til að taka af honum boltann. Þau viðskipti enduðu með miklu rifrildi þeirra á milli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×