Íslenski boltinn

Riðlakeppni Lengjubikarsins lauk um helgina

Elvar Geir Magnússon skrifar
KR-ingar mæta FH á fimmtudag. Mynd/Stefán
KR-ingar mæta FH á fimmtudag. Mynd/Stefán

Á fimmtudag, sumardaginn fyrsta, fara fram átta liða úrslit A-deildar Lengjubikars karla. Riðlakeppninni lauk um helgina.

Þór Akureyri er eina liðið utan úrvalsdeildar sem komst áfram en liðið vann riðil-1. Þór, Grindavík og ÍA enduðu öll með þrettán stig í riðlinum en markatala Skagamanna var lökust og sitja þeir því eftir.

Framarar unnu riðil-2, fengu alls 19 stig. Ásamt þeim fara Íslandsmeistarar FH og Valur áfram úr riðlinum.

KR vann Gróttu í lokaleik riðils-3 í gær 2-1 þar sem Björgólfur Takefusa og Viktor Bjarki Arnarsson skoruðu mörk KR-inga. Með sigrinum tryggði KR sér efsta sæti riðilsins en Breiðablik og Keflavík komust einnig áfram.

Átta liða úrslit verða á fimmtudag og þar ber hæst leikur KR og FH.

Fimmtudagur:

15:00 KR - FH (KR-völlur)

16:00 Fram - Keflavík (Framvöllur)

17:15 Þór - Valur (Boginn)

19:00 Grindavík - Breiðablik (Reykjaneshöllin)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×