Íslenski boltinn

Jón Guðni og Valur Fannar miðverðir gegn Færeyjum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jón Guðni Fjóluson.
Jón Guðni Fjóluson.

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Færeyjum í vináttulandsleik.

Leikurinn fer fram í Kórnum á morgun, sunnudag og hefst kl. 12:00. Þrír nýliðar eru í byrjunarliðinu að þessu sinni. Það eru Skúli Jón Friðgeirsson, Jón Guðni Fjóluson og Kolbeinn Sigþórsson.

Valur Fannar Gíslason úr Fylki og Jón Guðni úr Fram leika í hjarta varnarinnar.

Markvörður: Gunnleifur Gunnleifsson

Hægri bakvörður: Skúli Jón Friðgeirsson

Vinstri bakvörður: Arnór Sveinn Aðalsteinsson

Miðverðir: Valur Fannar Gíslason og Jón Guðni Fjóluson

Tengiliðir: Bjarni Guðjónsson, fyrirliði, Guðmundur Kristjánsson og Matthías Vilhjálmsson

Hægri kantur: Steinþór Freyr Þorsteinsson

Vinstri kantur: Jóhann Berg Guðmundsson

Framherji: Kolbeinn Sigþórsson

Miðasala verður í Kórnum og opnar hún klukkustund fyrir leik eða kl. 11:00. Miðaverð er 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri. Handhafar A passa 2009 frá KSÍ geta sýnt passann við innganginn í Kórnum á vináttulandsleik Íslands og Færeyja á sunnudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×