Innlent

Breytti áætlun vegna snjóleysis

í jökulgili milli vonarskarðs og Nýjadals Einar fékk gott veður í tvo daga og segir það hafa dugað til að réttlæta ferðina. Spurður um ástæður fararinnar segir Einar að hún hafi verið einungis fyrir upplifunina. Búnaður hans kostar um eina milljón króna en hann naut stuðnings frá versluninni Fjallakofanum í Hafnarfirði við undirbúning ferðarinnar. Hann dró búnað sinn og vistir á sleðanum sem er fremst á myndinni.mynd/einar Stefánsson
í jökulgili milli vonarskarðs og Nýjadals Einar fékk gott veður í tvo daga og segir það hafa dugað til að réttlæta ferðina. Spurður um ástæður fararinnar segir Einar að hún hafi verið einungis fyrir upplifunina. Búnaður hans kostar um eina milljón króna en hann naut stuðnings frá versluninni Fjallakofanum í Hafnarfirði við undirbúning ferðarinnar. Hann dró búnað sinn og vistir á sleðanum sem er fremst á myndinni.mynd/einar Stefánsson

„Það lá alltaf fyrir að það myndi ráðast af snjólögum hversu langt ég kæmist,“ segir Einar Stefánsson, sem kom til byggða í gærkvöldi eftir fimmtán daga á hálendinu. Hann lagði upp frá Öxi á Austurlandi og ætlaði á þremur vikum að fara á gönguskíðum yfir Ísland endilangt og enda för sína í Hrafnsfirði á Vestfjörðum.

„Það lá fyrir að það yrði allt snjólaust fyrir vestan svo ég fór yfir Langjökul í staðinn og niður í Húsafell og endaði ferðina þar,“ segir Einar. Hann segist hafa verið mjög óheppinn með veður. Það hafi rokið í fangið flesta dagana með skafrenning og snjókomu í kaupbæti.

Það vekur athygli að Einar hefur ekki stigið á gönguskíði í þrjá áratugi. Hann gerir þó lítið úr ferðalaginu og segir fjölda manns á ferð um hálendið að vetrar­lagi og fátt sérstakt við það.

Einar þakkar félögum sínum, sem hann kallar bakvarðasveitina og gættu öryggis hans með því að vera í stöðugu sambandi meðan á ferðinni stóð. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×