Erlent

Washington fylgdist með þegar Xiaobo var heiðraður

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Denzel Washington gengur til athafnarinnar. Mynd/ afp.
Denzel Washington gengur til athafnarinnar. Mynd/ afp.
Fjölmargir þekktir einstaklingar voru mættir til Oslóar, höfuðborgar Noregs í dag, þegar að friðarverðlaunahafi Nóbels var heiðraður. Þeirra á meðal var stórleikarinn Denzel Washington sem á meðfylgjandi mynd sést ganga til athafnarinnar ásamt Pauletta, eiginkonu sinni.

Liu Xiaobo, friðarverðlaunahafinn sjálfur, var fjarri góðu gamni, en eins og margoft hefur verið greint frá situr hann í fangelsi í Kína vegna mannréttindabaráttu sinnar.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er einn þeirra sem hefur skorað á Kínverja að láta Xiaobo lausan. Alþingi Íslendinga hefur líka samþykkt ályktun þar sem skorað er á kínversk stjórnvöld að leysa hann úr haldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×