Umfjöllun: Fastir liðir eins og venjulega hjá FH gegn KR Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. ágúst 2010 14:45 FH er komið í bullandi baráttu um Íslandsmeistaratitilinn á nýjan leik eftir lífsnauðsynlegan sigur á KR í kvöld, 0-1. Það var Atli Viðar Björnsson sem skoraði eina mark leiksins á 25. mínútu. Bæði lið reyndu að sækja í upphafi leiks en smám saman náðu KR-ingar tökum á leiknum. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins að FH náði forystunni. Atli Viðar og Atli Guðnason opnuðu þá KR-vörnina með glans og Atli Viðar kláraði færið sitt afar vel. KR-ingar spiluðu mjög vel í fyrri hálfleik og áttu margar góðar sóknir. Miðjan hjá þeim sterk og þar hafði KR mikla yfirburði. Hinn ungi Egill Jónsson átti virkilega fína innkomu í KR-liðið og var magnaður á miðjunni. Guðmundur Reynir var eins og rennilás upp vinstri vænginn og FH-ingar réðu ekkert við hann. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, brá á það ráð um miðjan hálfleikinn að setja Ásgeir Gunnar í bakvörðinn í stað Péturs Viðarssonar og það virkaði. Hann var mun traustari en Pétur í bakverðinum. KR fékk ekki mikið af opnum færum en þegar færin gáfust þá varði Gunnleifur ítrekað með stæl. Heimamenn áttu fín langskot og þá sérstaklega Óskar Örn en aftur sá Gunnleifur við KR-ingum. Hann sýndi virkilega hvers hann er megnugur í kvöld. FH-liðið datt mjög aftarlega í seinni hálfleik og kannski ekki að undra þar sem liðið gjörtapaði baráttunni á miðjunni. Tommy Nielsen hefur ekki alltaf verið upp á sitt besta í sumar en hann var alveg frábær í kvöld. Freyr Bjarnason ekki mikið síðri með honum en Freyr verið að spila mjög vel upp á síðkastið. Leikur FH-inga var skynsamur og skipulagið hélt eins og Heimir sagði. Í vörninni hið minnsta. KR-ingar reyndu allt hvað þeir gátu en allt kom fyrir ekki. Ofanritaður furðaði sig á því að Rúnar, þjálfari KR, skyldi ekki skipta fyrr. Hinn ungi Dofri var afar duglegur og áræðinn en ekkert kom út úr því sem hann var að reyna. Guðjón Baldvinsson var að sama skapi í vandræðum með að komast í takt við leikinn enda fékk hann vart boltann frammi. Tommy og Freyr sáu til þess. KR-ingar fengu samt færi til þess að skora en Gunnleifur var múrinn sem KR komst ekki yfir. Það er oft sagt að það sé merki meistaraliða að vinna leiki þar sem það er lakari aðilinn. Það var upp á teningnum í kvöld enda var KR talsvert betra liðið en FH skoraði markið og fékk öll stigin í kvöld. Eina ferðina enn gegn KR sem hlýtur að vera uppáhaldsandstæðingur FH-inga. KR-FH 0-1 0-1 Atli Viðar Björnsson (25.) Áhorfendur: 3.333 Dómari: Magnús Þórisson 8. Skot (á mark): 21-10 (8-2) Varin skot: Lars 1 - Gunnleifur 8 Horn: 10-2 Aukaspyrnur fengnar: 17-11 Rangstöður: 0-4 KR (4-3-3)Lars Ivar Moldsked 6 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Mark Rutgers 7 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 6 Guðmundur Reynir Gunnarsson 7 Baldur Sigurðsson 6 Egill Jónsson 7 (86., Björgólfur Takefusa -) Viktor Bjarki Arnarsson 7 Dofri Snorrason 4 (70., Gunnar Örn Jónsson 4) Óskar Örn Hauksson 6 Guðjón Baldvinsson 4 FH (4-3-3) Gunnleifur Gunnleifsson 9 - Maður leiksinsPétur Viðarsson 6 Freyr Bjarnason 7 Tommy Nielsen 8 Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 7 Gunnar Már Guðmundsson 5 (65., Torger Motland 4) Bjarki Gunnlaugsson 4 (55., Hákon Atli Hallfreðsson 4) Matthías Vilhjálmsson 5 Atli Guðnason 6 Atli Viðar Björnsson 6 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: KR - FH Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
FH er komið í bullandi baráttu um Íslandsmeistaratitilinn á nýjan leik eftir lífsnauðsynlegan sigur á KR í kvöld, 0-1. Það var Atli Viðar Björnsson sem skoraði eina mark leiksins á 25. mínútu. Bæði lið reyndu að sækja í upphafi leiks en smám saman náðu KR-ingar tökum á leiknum. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins að FH náði forystunni. Atli Viðar og Atli Guðnason opnuðu þá KR-vörnina með glans og Atli Viðar kláraði færið sitt afar vel. KR-ingar spiluðu mjög vel í fyrri hálfleik og áttu margar góðar sóknir. Miðjan hjá þeim sterk og þar hafði KR mikla yfirburði. Hinn ungi Egill Jónsson átti virkilega fína innkomu í KR-liðið og var magnaður á miðjunni. Guðmundur Reynir var eins og rennilás upp vinstri vænginn og FH-ingar réðu ekkert við hann. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, brá á það ráð um miðjan hálfleikinn að setja Ásgeir Gunnar í bakvörðinn í stað Péturs Viðarssonar og það virkaði. Hann var mun traustari en Pétur í bakverðinum. KR fékk ekki mikið af opnum færum en þegar færin gáfust þá varði Gunnleifur ítrekað með stæl. Heimamenn áttu fín langskot og þá sérstaklega Óskar Örn en aftur sá Gunnleifur við KR-ingum. Hann sýndi virkilega hvers hann er megnugur í kvöld. FH-liðið datt mjög aftarlega í seinni hálfleik og kannski ekki að undra þar sem liðið gjörtapaði baráttunni á miðjunni. Tommy Nielsen hefur ekki alltaf verið upp á sitt besta í sumar en hann var alveg frábær í kvöld. Freyr Bjarnason ekki mikið síðri með honum en Freyr verið að spila mjög vel upp á síðkastið. Leikur FH-inga var skynsamur og skipulagið hélt eins og Heimir sagði. Í vörninni hið minnsta. KR-ingar reyndu allt hvað þeir gátu en allt kom fyrir ekki. Ofanritaður furðaði sig á því að Rúnar, þjálfari KR, skyldi ekki skipta fyrr. Hinn ungi Dofri var afar duglegur og áræðinn en ekkert kom út úr því sem hann var að reyna. Guðjón Baldvinsson var að sama skapi í vandræðum með að komast í takt við leikinn enda fékk hann vart boltann frammi. Tommy og Freyr sáu til þess. KR-ingar fengu samt færi til þess að skora en Gunnleifur var múrinn sem KR komst ekki yfir. Það er oft sagt að það sé merki meistaraliða að vinna leiki þar sem það er lakari aðilinn. Það var upp á teningnum í kvöld enda var KR talsvert betra liðið en FH skoraði markið og fékk öll stigin í kvöld. Eina ferðina enn gegn KR sem hlýtur að vera uppáhaldsandstæðingur FH-inga. KR-FH 0-1 0-1 Atli Viðar Björnsson (25.) Áhorfendur: 3.333 Dómari: Magnús Þórisson 8. Skot (á mark): 21-10 (8-2) Varin skot: Lars 1 - Gunnleifur 8 Horn: 10-2 Aukaspyrnur fengnar: 17-11 Rangstöður: 0-4 KR (4-3-3)Lars Ivar Moldsked 6 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Mark Rutgers 7 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 6 Guðmundur Reynir Gunnarsson 7 Baldur Sigurðsson 6 Egill Jónsson 7 (86., Björgólfur Takefusa -) Viktor Bjarki Arnarsson 7 Dofri Snorrason 4 (70., Gunnar Örn Jónsson 4) Óskar Örn Hauksson 6 Guðjón Baldvinsson 4 FH (4-3-3) Gunnleifur Gunnleifsson 9 - Maður leiksinsPétur Viðarsson 6 Freyr Bjarnason 7 Tommy Nielsen 8 Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 7 Gunnar Már Guðmundsson 5 (65., Torger Motland 4) Bjarki Gunnlaugsson 4 (55., Hákon Atli Hallfreðsson 4) Matthías Vilhjálmsson 5 Atli Guðnason 6 Atli Viðar Björnsson 6 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: KR - FH
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira