Umfjöllun: Valsmenn veiktu von Selfyssinga Elvar Geir Magnússon skrifar 30. ágúst 2010 14:50 Selfyssingar töpuðu 2-3 fyrir Val á heimavelli sínum í kvöld. Þeir eru nú fjórum stigum frá öruggu sæti þegar fjórar umferðir eru eftir og þrátt fyrir að það sé eins og Fylkismenn séu að reyna að hjálpa þeim að halda sæti sínu er ekki víst að það sé nóg. Í næstu þremur leikjum eru Selfyssingar að fara að etja kappi við þrjú efstu lið deildarinnar. Þeir eiga því ansi erfitt verkefni fyrir höndum í baráttunni fyrir lífi sínu í deildinni. Varnarleikur liðsins hefur oft verið átakanlega slakur í sumar og í fyrri hálfleiknum í kvöld fengu Valsmenn ítrekað að koma með fyrirgjafir óáreittir. Í teignum fengu þeir rauðklæddu síðan að leika lausum hala. Valur var með 2-0 forystu í hálfleik en í þeim síðari náðu heimamenn að minnka muninn þegar góður dómari leiksins, Gunnar Jarl Jónsson, dæmdi réttilega vítaspyrnu fyrir hendi innan teigs. En nokkrum mínútum síðar gerði Jóhann Ólafur Sigurðsson, markvörður Selfyssinga, slæm mistök og forysta Vals aftur orðin tvö mörk. En Selfyssingar hleyptu aftur spennu í lokin þegar Sævar Þór Gíslason skoraði og undir lokin fékk Viðar Örn Kjartansson fínt færi til að stela stigi en skot hans slappt og Kjartan Sturluson í marki Vals varði vel. Sigur Valsmanna var fyllilega verðskuldaður, þeir réðu ferðinni langstærstan hluta leiksins. Liðið hefur náð að þjappa sér vel saman í þeim öldudal sem hefur umlukið félagið og sérstaklega í fyrri hálfleik sýndu þeir frábæra spilamennsku. Selfoss - Valur 2-30-1 Jón Vilhelm Ákason (18.) 0-2 Arnar Sveinn Geirsson (32.) 1-2 Viktor Unnar Illugason (víti 65.) 1-3 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (68.) 2-3 Sævar Þór Gíslason (83.)Áhorfendur: 933Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 7 Skot (á mark): 11-14 (5-7) Varin skot: Jóhann 4 - Kjartan 2 Horn: 4-9 Aukaspyrnur fengnar: 9-13 Rangstöður: 1-4Selfoss 4-5-1: Jóhann Ólafur Sigurðsson 4 Stefán Ragnar Guðlaugsson 5 Jón Guðbrandsson 3 Agnar Bragi Magnússon 5 Andri Freyr Björnsson 4 Martin Dohlsten 7 (38. Viðar Örn Kjartansson 6) Einar Ottó Antonsson 6 (83. Ingi Rafn Ingibergsson -) Jean Stephane YaoYao 6 Sævar Þór Gíslason 7 Guessan Bi Herve 4 (64. Ingþór J. Guðmundsson 6) Viktor Unnar Illugason 7Valur 4-3-3:Kjartan Sturluson 7 Stefán Eggertsson 7 Atli Sveinn Þórarinsson 8* - Maður leiksins Greg Ross 7 Martin Pedersen 6 Haukur Páll Sigurðsson 7 Ian Jeffs 6 Rúnar Már Sigurjónsson 5 Baldur Aðalsteinsson 6 Jón Vilhelm Ákason 7 Arnar Sveinn Geirsson 7 (64. Guðmundur Steinn Hafsteinsson 6) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira
Selfyssingar töpuðu 2-3 fyrir Val á heimavelli sínum í kvöld. Þeir eru nú fjórum stigum frá öruggu sæti þegar fjórar umferðir eru eftir og þrátt fyrir að það sé eins og Fylkismenn séu að reyna að hjálpa þeim að halda sæti sínu er ekki víst að það sé nóg. Í næstu þremur leikjum eru Selfyssingar að fara að etja kappi við þrjú efstu lið deildarinnar. Þeir eiga því ansi erfitt verkefni fyrir höndum í baráttunni fyrir lífi sínu í deildinni. Varnarleikur liðsins hefur oft verið átakanlega slakur í sumar og í fyrri hálfleiknum í kvöld fengu Valsmenn ítrekað að koma með fyrirgjafir óáreittir. Í teignum fengu þeir rauðklæddu síðan að leika lausum hala. Valur var með 2-0 forystu í hálfleik en í þeim síðari náðu heimamenn að minnka muninn þegar góður dómari leiksins, Gunnar Jarl Jónsson, dæmdi réttilega vítaspyrnu fyrir hendi innan teigs. En nokkrum mínútum síðar gerði Jóhann Ólafur Sigurðsson, markvörður Selfyssinga, slæm mistök og forysta Vals aftur orðin tvö mörk. En Selfyssingar hleyptu aftur spennu í lokin þegar Sævar Þór Gíslason skoraði og undir lokin fékk Viðar Örn Kjartansson fínt færi til að stela stigi en skot hans slappt og Kjartan Sturluson í marki Vals varði vel. Sigur Valsmanna var fyllilega verðskuldaður, þeir réðu ferðinni langstærstan hluta leiksins. Liðið hefur náð að þjappa sér vel saman í þeim öldudal sem hefur umlukið félagið og sérstaklega í fyrri hálfleik sýndu þeir frábæra spilamennsku. Selfoss - Valur 2-30-1 Jón Vilhelm Ákason (18.) 0-2 Arnar Sveinn Geirsson (32.) 1-2 Viktor Unnar Illugason (víti 65.) 1-3 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (68.) 2-3 Sævar Þór Gíslason (83.)Áhorfendur: 933Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 7 Skot (á mark): 11-14 (5-7) Varin skot: Jóhann 4 - Kjartan 2 Horn: 4-9 Aukaspyrnur fengnar: 9-13 Rangstöður: 1-4Selfoss 4-5-1: Jóhann Ólafur Sigurðsson 4 Stefán Ragnar Guðlaugsson 5 Jón Guðbrandsson 3 Agnar Bragi Magnússon 5 Andri Freyr Björnsson 4 Martin Dohlsten 7 (38. Viðar Örn Kjartansson 6) Einar Ottó Antonsson 6 (83. Ingi Rafn Ingibergsson -) Jean Stephane YaoYao 6 Sævar Þór Gíslason 7 Guessan Bi Herve 4 (64. Ingþór J. Guðmundsson 6) Viktor Unnar Illugason 7Valur 4-3-3:Kjartan Sturluson 7 Stefán Eggertsson 7 Atli Sveinn Þórarinsson 8* - Maður leiksins Greg Ross 7 Martin Pedersen 6 Haukur Páll Sigurðsson 7 Ian Jeffs 6 Rúnar Már Sigurjónsson 5 Baldur Aðalsteinsson 6 Jón Vilhelm Ákason 7 Arnar Sveinn Geirsson 7 (64. Guðmundur Steinn Hafsteinsson 6)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira