Með hnífinn í bakinu eftir Sophiu Hansen 2. febrúar 2010 18:45 Það er skelfilegt að fá hnífinn í bakið eftir á annan tug ára í baráttu, segir Sigurður Pétur Harðarson um samskipti sín við Sophiu Hansen. Í morgun fór fram aðalmeðferð í fjársvikamáli gegn Sophiu þar sem Rúna dóttir hennar bar meðal annars vitni. Sigurður Pétur hefur aðstoðað Sophiu Hansen í um tuttugu ár og var meðal annars umsjónarmaður söfnunarinnar, Börnin heim, en Sophia stóð þá í forræðisdeilu við þáverandi eiginmann sinn Halim Al. Það var síðan fyrir rétt tæpu ári sem Sophia var dæmd til þess að greiða Sigurði rétt tæpar 20 milljónir króna vegna peningaláns sem hann hafði veitt henni. Árið 2007 kærði Sophia hinsvegar Sigurð fyrir að falsa undirskriftir á samninga sem snéru meðal annars að sölu á fasteign sem hún hafði fengið í arf eftir móður sína. Ásakanirnir voru litnar alvarlegum augum og voru meðal annars rithandarsérfræðingar frá Svíþjóð fengnir til að rannsaka rithöndina á skjölunum. Í ljós kom að yfirgnæfandi líkur eru á að hinar véfengdu undirskriftir séu undirskriftir Sophiu, en ekki Sigurðar Péturs. Málið var því látið niður falla. Ríkissaksóknari hinsvegar út ákæru á hendur Sophiu vegna ásakanna, og fór fram aðalmeðferð í því máli í morgun. Sophia neitaði því staðfastlega að eiga umræddar undirskriftir, en dóttir hennar Rúna Hansen, var meðal annars vottur á skjölum sem voru undirrituð á hótelherbergi í Tryklandi árið 2005. Rúna, sem í dag er 27 ára gömul tveggja barna móðir, bar vitni í gengum síma í Héraðsdómi í morgun. Þar sagðist hún ekki eiga umræddar undirskriftir og hún hefði aldrei hitt Sigurð Pétur árið 2005. Þetta segir Sigurður ekki rétt. Sigurður segist hafa verið í sambandi við Rúnu í gegnum árin. Hann hafi til að mynda sent henni jóla og afmæliskveðjur með sms skilaboðum auk þess sem Rúna og eiginmaður hennar séu á msn hjá sér. Hann hefur undir höndum bréfsnifsi frá umræddu hóteli þar sem Rúna skrifar tyrkneska nafn sitt í þrígang, þær undirskriftir eru sláandi líkar rithandarsýni sem hún sendi til Íslands árið 2008, en fréttamaður fékk að sjá undirskriftirnar í dag. Framburður Sophiu í morgun var ótrúverðugur. Hún véfengdi meðal annars orð Ragnar H. Hall hæstaréttardómara, sagðist aldrei hafa séð fyrrum lögregluþjón sem var vitni að einni af undirskriftunum. Málið hefur hinsvegar tekið á Sigurð Pétur, sem segist hafa fórnað öllu fyrir þessa baráttu. Ákæruvaldið fer fram á að Sophia verði dæmd í allt að sex mánaða fangelsi fyrir ásakanirnar á hendur Sigurði. Tengdar fréttir Dóttir Sophiu Hansen bar vitni á tyrknesku Dóttir Sophiu Hansen, Rúna Hansen, bar vitni símleiðis í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en móðir hennar, Sophia, hefur verið ákærð fyrir að bera Sigurð Pétur Harðarson röngum sökum. 2. febrúar 2010 10:53 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Það er skelfilegt að fá hnífinn í bakið eftir á annan tug ára í baráttu, segir Sigurður Pétur Harðarson um samskipti sín við Sophiu Hansen. Í morgun fór fram aðalmeðferð í fjársvikamáli gegn Sophiu þar sem Rúna dóttir hennar bar meðal annars vitni. Sigurður Pétur hefur aðstoðað Sophiu Hansen í um tuttugu ár og var meðal annars umsjónarmaður söfnunarinnar, Börnin heim, en Sophia stóð þá í forræðisdeilu við þáverandi eiginmann sinn Halim Al. Það var síðan fyrir rétt tæpu ári sem Sophia var dæmd til þess að greiða Sigurði rétt tæpar 20 milljónir króna vegna peningaláns sem hann hafði veitt henni. Árið 2007 kærði Sophia hinsvegar Sigurð fyrir að falsa undirskriftir á samninga sem snéru meðal annars að sölu á fasteign sem hún hafði fengið í arf eftir móður sína. Ásakanirnir voru litnar alvarlegum augum og voru meðal annars rithandarsérfræðingar frá Svíþjóð fengnir til að rannsaka rithöndina á skjölunum. Í ljós kom að yfirgnæfandi líkur eru á að hinar véfengdu undirskriftir séu undirskriftir Sophiu, en ekki Sigurðar Péturs. Málið var því látið niður falla. Ríkissaksóknari hinsvegar út ákæru á hendur Sophiu vegna ásakanna, og fór fram aðalmeðferð í því máli í morgun. Sophia neitaði því staðfastlega að eiga umræddar undirskriftir, en dóttir hennar Rúna Hansen, var meðal annars vottur á skjölum sem voru undirrituð á hótelherbergi í Tryklandi árið 2005. Rúna, sem í dag er 27 ára gömul tveggja barna móðir, bar vitni í gengum síma í Héraðsdómi í morgun. Þar sagðist hún ekki eiga umræddar undirskriftir og hún hefði aldrei hitt Sigurð Pétur árið 2005. Þetta segir Sigurður ekki rétt. Sigurður segist hafa verið í sambandi við Rúnu í gegnum árin. Hann hafi til að mynda sent henni jóla og afmæliskveðjur með sms skilaboðum auk þess sem Rúna og eiginmaður hennar séu á msn hjá sér. Hann hefur undir höndum bréfsnifsi frá umræddu hóteli þar sem Rúna skrifar tyrkneska nafn sitt í þrígang, þær undirskriftir eru sláandi líkar rithandarsýni sem hún sendi til Íslands árið 2008, en fréttamaður fékk að sjá undirskriftirnar í dag. Framburður Sophiu í morgun var ótrúverðugur. Hún véfengdi meðal annars orð Ragnar H. Hall hæstaréttardómara, sagðist aldrei hafa séð fyrrum lögregluþjón sem var vitni að einni af undirskriftunum. Málið hefur hinsvegar tekið á Sigurð Pétur, sem segist hafa fórnað öllu fyrir þessa baráttu. Ákæruvaldið fer fram á að Sophia verði dæmd í allt að sex mánaða fangelsi fyrir ásakanirnar á hendur Sigurði.
Tengdar fréttir Dóttir Sophiu Hansen bar vitni á tyrknesku Dóttir Sophiu Hansen, Rúna Hansen, bar vitni símleiðis í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en móðir hennar, Sophia, hefur verið ákærð fyrir að bera Sigurð Pétur Harðarson röngum sökum. 2. febrúar 2010 10:53 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Dóttir Sophiu Hansen bar vitni á tyrknesku Dóttir Sophiu Hansen, Rúna Hansen, bar vitni símleiðis í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en móðir hennar, Sophia, hefur verið ákærð fyrir að bera Sigurð Pétur Harðarson röngum sökum. 2. febrúar 2010 10:53