Innlent

Ók undir áhrifum á ljósastaur

Mynd/Pjetur
Ungur ökumaður missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að bifreiðin hafnaði á ljósastaur í Reykjanesbæ skömmu eftir miðnætti. Hann er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn gisti fangageymslu í nótt og verður yfirheyrður síðar í dag. Bifreiðin er töluvert skemmd, að sögn varðstjóra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×