Innlent

Flatskjá og verkfærum stolið

Mynd/Stefán Karlsson
Lögreglunni á Selfossi var tilkynnt um tvö innbrot í gærkvöldi þar sem brotist hafði verið í vinnuskúr og sumarbústað í Bláskógabyggð. Í Miðfellslandi var verkfærum stolið úr vinnuskúr og Skógarnesi var flatskjá og öðrum raftækjum stolið úr sumarbústað. Ekki liggur fyrir hvenær innbrotin áttu sér stað.

Undir morgun var brotist inn í bíl á Selfossi og úr honum var meðal annars tölvu stolið. Lögregla ítrekar enn og aftur að verðmæti séu ekki skilin eftir í bílum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×