Innlent

Frumvarp vegna gengislána lagt fyrir eftir helgi

Frumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra í tengslum við gengisdóm Hæstaréttar verður að öllum líkindum lagt fram í ríkisstjórn á þriðjudag.

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, boðaði framlagningu frumvarpsins þegar dómur Hæstaréttar féll. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að dómurinn nái til allra gengistryggðra bíla- og húsnæðislána einstaklinga, þrátt fyrir mismunandi ákvæði slíkra lána. Þetta þýðir að þessi lán verða öll reiknuð miðað við lágmarksvexti Seðlabankans eða verðtryggð íslensk lán með vöxtum.

Með frumvarpinu á einnig að tryggja að þeir sem báru tjón vegna lánanna fái það bætt, en ekki þeir sem síðar kunna til dæmis að hafa keypt bifreið af þeim sem tóku lánið. Eftir að ríkisstjórnin hefur afgreitt frumvarpið fer það til meðferðar hjá Alþingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×