Innlent

Segir almenna niðurfærslu vera eignarnám

Karl Axelsson.
Karl Axelsson. Mynd/Valli

Almenn niðurfærsla lána telst eignarnám, að mati Karls Axelssonar, hæstaréttarlögmanns og dósents við lagadeild HÍ. Hann segir að niðurfærslan verði að eiga sér stað með lagasetningu frá Alþingi og eigendur skuldabréfanna, þ.e kröfuhafar, verði að fá mismuninn greiddan sem bætur frá ríkinu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Mikil andstaða er við niðurfærsluleiðina hjá lífeyrissjóðum og bönkum. Þá er forseti ASÍ einnig andvígur þessu úrræði. Forsætisráðherra sagði í kvöldfréttum fréttastofu í gær að svo mikil andstaða væri við tillögur um flata niðurfellingu að þær væru væntanlega út af borðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×