Innlent

Uppgreiðsla lána rædd

Marel framleiðir meðal annars vélar til vinnslu á kjúklinga­kjöti. Fréttablaðið/ÓKA
Marel framleiðir meðal annars vélar til vinnslu á kjúklinga­kjöti. Fréttablaðið/ÓKA
Marel á í formlegum viðræðum við takmarkaðan fjölda alþjóðlegra banka um hagkvæmari fjármögnun fyrirtækisins til lengri tíma litið. Í tengslum við fyrirhugaða fjármögnun mun Marel hefja viðræður við eigendur skuldabréfa um hugsanlega uppgreiðslu lána, að því er fram kemur í tilkynningu.

Greiningarfyrirtækið IFS segir viðræðurnar jákvætt skref. Núverandi fjármögnun sé þung þar sem skuldir séu enn umtalsverðar þrátt fyrir að hafa lækkað síðustu misseri.- jab



Fleiri fréttir

Sjá meira


×