Innlent

Kópavogsbær greiði 20 milljónir í bætur fyrir að eyðileggja skóg

Hæstiréttur hefur dæmt Kópavogsbæ til að greiða Skógræktarfélagi Reykjavíkur um 20 milljónir í skaðabætur fyrir að ryðja niður skóg í leyfisleysi á útivistasvæði í Heiðmörk. Svæðið tilheyrir Reykjavík en var í umsjá Skógræktarfélagsins.

Skemmdirnar voru unnar þegar Kópavogsbær lét leggja vatnsleiðslu um svonefndan Þjóðhátíðarlund í febrúar 2007. Um 550 trjám var rutt niður, trjám sem plantað var árið 1974. Kópavogsbær áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og krafðist sýknu, aðallega á þeirri forsendu að Reykjavíkurborg hefði verið eigandi trjánna en ekki Skógræktarfélagið. Þeim rökum hafnaði Hæstiréttur og segir í dóminum að félagið hafi haft víðtækt forræði á svæðinu, allt frá árinu 1950.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×