Innlent

Upplifðu reynsluheim blindra

Fólki gafst tækifæri til að upplifa reynsluheim blindra með því að setja upp sjónhermigleraugu í göngu Blindrafélagsins í gær. Meðal þeirra sem prófuðu gleraugun voru Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, og Katrín Jakobs­dóttir menntamálaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Fólki gafst tækifæri til að upplifa reynsluheim blindra með því að setja upp sjónhermigleraugu í göngu Blindrafélagsins í gær. Meðal þeirra sem prófuðu gleraugun voru Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, og Katrín Jakobs­dóttir menntamálaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Dagur hvíta stafsins, alþjóðlegur baráttudagur blindra og sjónskertra, var í gær og stóð Blindrafélagið fyrir margvíslegri dagskrá í tilefni dagsins.

Blindrafélagið veitti Alþingi Samfélagslampa félagsins sem veittur hefur verið á deginum undanfarin ár. Var hann veittur Alþingi í tilefni af gildistöku laga um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.

Þá sendi Umferðarstofa frá sér áminningu til ökumanna um að taka tillit til þess að blindir og sjónskertir eru virkir þátttakendur í umferðinni eins og aðrir. Það á ekki síst við þegar ökumenn leggja bílum sínum en þá þarf að gæta þess að þeim sé ekki lagt þannig að þeir hindri för gangandi vegfarenda eða skapi óþarfa hættu.- mþl



Fleiri fréttir

Sjá meira


×