Íslenski boltinn

U21 liðið án margra sterkra leikmanna gegn Tékkum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Skúli Jón Friðgeirsson.
Skúli Jón Friðgeirsson.

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Tékkum eftir viku. Leikurinn fer fram ytra.

Leikurinn hefur mikið vægi því íslenska liðið á ennþá ágæta möguleika á því að tryggja sér sæti í umspili um sæti í úrslitakeppni EM sem fer fram í Danmörku á næsta ári. Efsta lið riðilsins fer í umspil ásamt þeim fjórum þjóðum er bestan árangur hafa úr riðlunum tíu.

Ísland er sem stendur í öðru sæti riðilsins með 16 stig eftir sjö leiki. Tékkar eru í efsta sæti, hafa 18 stig eftir sex leiki. Tékkar taka á móti Þjóðverjum á föstudaginn og fari Þjóðverjar með sigur af hólmi í þeim leik, geta Íslendingar tryggt sér efsta sæti riðilsins með sigri á Tékkum.

Eyjólfur hefur valið 18 leikmenn fyrir þennan mikilvæga leik og má sjá hópinn hér að neðan.

Þrír leikmenn í hópnum hafa ekki leikið fyrir U21 landsliðið en það eru Arnar Darri Pétursson, Þórarinn Ingi Valdimarsson og Björn Bergmann Sigurðarson.

Eggert Gunnþór Jónsson, Kolbeinn Sigþórsson og Jóhann Berg Guðmundsson taka út leikbann en eru í hópnum hjá A-landsliðinu sem mætir Noregi og Danmörku. Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason eru einnig í A-landsliðshópnum og því ekki í hópi Eyjólfs að þessu sinni.

Markmenn

Haraldur Björnsson - Þróttur R

Arnar Darri Pétursson - SönderjyskE

Varnarmenn

Hólmar Örn Eyjólfsson - West Ham

Hjörtur Logi Valgarðsson - FH

Skúli Jón Friðgeirsson - KR

Andrés Már Jóhannesson - Fylkir

Jón Guðni Fjóluson - Fram

Jósef Kristinn Jósefsson - Grindvík

Kristinn Jónsson - Breiðablik

Miðjumenn

Bjarni Þór Viðarsson - YR.KV.Mechelen

Almarr Ormarsson - Fram

Guðmundur Kristjánsson - Breiðablik

Guðlaugur Victor Pálsson - Liverpool FC

Þórarinn Ingi Valdimarsson - ÍBV



Sóknarmenn


Alfreð Finnbogason - Breiðablik

Arnór Smárason - Esbjerg BK

Kristinn Steindorsson - Breidablik

Björn Bergmann Sigurðarson - Lilleström




Fleiri fréttir

Sjá meira


×