Íslenski boltinn

Tómas fékk þriggja leikja bann fyrir að ýta dómaranum - myndband

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Tómas Joð Þorsteinsson, leikmaður Fylkis, fékk þriggja leikja bann fyrir að ýta í Örvar Sæ Gíslason, dómara, í leiknum gegn KR í síðustu viku.

Aganefnd KSÍ úrskurðaði hann í bannið í dag. Sjálfur hafði hann vonast eftir tveggja leikja banni. Tómas getur því ekki leikið með Fylki fyrr en í næst síðustu umferðinni, gegn Haukum. Hann hefur þegar afplánað einn leik í banninu.

Myndband af atvikinu má sjá hér, þegar rúmar tvær mínútur eru komnar inn í myndbandið. Reyndar er vel þess virði að horfa á það allt þar sem mörk KR í leiknum voru stórbrotin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×