Fótbolti

Teitur þjálfar Whitecaps í MLS-deildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Teitur Þórðarson.
Teitur Þórðarson.

Teitur Þórðarson verður þjálfari Vancouver Whitecaps á fyrsta ári liðsins í MLS-deildinni bandarísku.

Teitur hefur þjálfað liðið síðan 2007 og gerði liðið að meisturum í USL-1 deildinni aðeins ári síðar.

Liðið hefur verið tekið í MLS-atvinnumannadeildina og var tilkynnt í gær að Teitur hefði framlengt samning sinn við félagið um eitt ár. Félagið á svo kost á því að framlengja þann samning um eitt eða tvö ár.

Whitecaps hefur náð góðum árangri undir stjórn Teits og er í efsta sæti síns riðils í USL-1 deildinni nú.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×