Erlent

Aðstoðarkonan ekki rússneskur njósnari

Mike Hancock, þingmaður Frjálslynda demókrata.
Mike Hancock, þingmaður Frjálslynda demókrata. Mynd/AFP
Breskur þingmaður segir aðstoðakona hans sé ekki rússneskur njósnari. Hann segir fráleitt að halda því fram. Breska lögreglan fyrir helgi rússneska konu sem er búsett í Bretlandi en hún er sökuð um að hafa stundað njósnir fyrir rússnesk stjórnvöld.

Konan heitir Katia Zatuliveter og er 25. ára. Hún hefur aðstoðað Mike Hancock, þingmann Frjálslynda demókrata, undanfarið ár. Hancock segir að Zatuliveter krafmikil og samviskusöm. Hann trúir því að hún sé ekki njósnari.

Zatuliveter neitar sök í málinu en þetta er í fyrsta skipti frá lokum kalda stríðsins sem starfsmaður breska þingsins er sakaður um að stunda njósnir fyrir stjórnvöld í Moskvu. Talið er fullvíst að henni verði vísað úr landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×