Margir vilja annað sæti á lista Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks 16. janúar 2010 18:57 Fjórir sækjast eftir öðru sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Oddviti flokksins vill að félagshyggjuflokkarnir taki við stjórn borgarinnar. Þá vilja einnig margir annað sætið á lista Sjálfstæðisflokks. Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar fara fram eftir rúma fjóra mánuði Framboðsfrestur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík rann út á hádegi í dag. Þrettán frambjóðendur taka þátt í prófkjörinu og sækjast fjórir eftir öðru sæti, sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skipaði í síðustu kosningum. Dagur B. Eggertsson, oddviti flokksins, sækist einn eftir fyrsta sæti. Aðspurður telur hann að það muni ekki há flokknum í komandi baráttu að Samfylkingin sitji ríkisstjórn og þurfi að taka óvinsælar ákvarðanir eins skattahækkanir.„Nei það held ég ekki. Auðvitað gera sér allir ljóst að það eru mjög erfið staða uppi eftir hrunið, í borginni eins og annars staðar. Kosningarnar snúast jú kannski líka um það hverjum er best treystandi að leiða samfélagið út úr hruninu. Er það hugmyndafræðin sem að kom okkur í þá stöðu sem við erum núna eða er það áherslu jafnaðarmanna á velferð, börn og atvinnuuppbyggingu." Dagur vill ekki gefa út neinar yfirlýsingar varðandi mögulegt meirihlutasamstarf. „Ég hins vegar held að það skipti verulegu máli að eftir kosningarnar taki við félagshyggjustjórn." Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokks komu saman í Iðnó í dag til að kynna sín stefnumál en fimm sækjast eftir öðru sæti á lista flokksins. Gísli Marteinn Baldursson vildi oddvitasætið fyrir síðustu kosningar en tapaði þá fyrir Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni. Gísli hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki tekið sér frí frá störfum þegar hann hóf nám í Edinborg í Skotlandi árið 2008.Hann segir að það geti vel verið að pólitísk staða hans sé veik. „Ég átta mig ekkert á því. Ég met hana ekki þannig og það er ekki þau viðbrögð sem ég fæ núna í þessu prófkjöri. Ég ætla að berjast fyrir mínu sæti út frá þeim málum sem ég hef sett á oddinn í þessu prófkjöri," segir Gísli. Sjálfstæðisflokkurinn beið afhroð í síðustu alþingiskosningum en borgarstjóri er bjartsýnn fyrir komandi kosningar. „Ég vona að okkur gangi vel. Við munum segja kjósendum frá okkar góðu verkum sem að við höfum verið að sinna og frá okkar framtíðaráherslum. Ég treysti því að borgarbúar finni að það er samhljóður með okkur og þeim," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna. Tengdar fréttir Frambjóðendur í Reykjavík kynntir Sjálfstæðisflokkur og Samfylking kynna í dag þá frambjóðendur sem gefa kost á sér á lista flokkanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Framboðsfrestur í prófkjöri Samfylkingarinnar rennur út á hádegi í dag. 16. janúar 2010 10:35 Þrettán gefa kost á sér hjá Samfylkingunni Þrettán einstaklingar gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna í vor, 5 konur 8 karlar. Dagur B. Eggertsson, varaformaður flokksins og núverandi oddviti, sækist einn eftir fyrsta sætinu. 16. janúar 2010 16:48 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Fleiri fréttir „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Sjá meira
Fjórir sækjast eftir öðru sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Oddviti flokksins vill að félagshyggjuflokkarnir taki við stjórn borgarinnar. Þá vilja einnig margir annað sætið á lista Sjálfstæðisflokks. Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar fara fram eftir rúma fjóra mánuði Framboðsfrestur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík rann út á hádegi í dag. Þrettán frambjóðendur taka þátt í prófkjörinu og sækjast fjórir eftir öðru sæti, sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skipaði í síðustu kosningum. Dagur B. Eggertsson, oddviti flokksins, sækist einn eftir fyrsta sæti. Aðspurður telur hann að það muni ekki há flokknum í komandi baráttu að Samfylkingin sitji ríkisstjórn og þurfi að taka óvinsælar ákvarðanir eins skattahækkanir.„Nei það held ég ekki. Auðvitað gera sér allir ljóst að það eru mjög erfið staða uppi eftir hrunið, í borginni eins og annars staðar. Kosningarnar snúast jú kannski líka um það hverjum er best treystandi að leiða samfélagið út úr hruninu. Er það hugmyndafræðin sem að kom okkur í þá stöðu sem við erum núna eða er það áherslu jafnaðarmanna á velferð, börn og atvinnuuppbyggingu." Dagur vill ekki gefa út neinar yfirlýsingar varðandi mögulegt meirihlutasamstarf. „Ég hins vegar held að það skipti verulegu máli að eftir kosningarnar taki við félagshyggjustjórn." Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokks komu saman í Iðnó í dag til að kynna sín stefnumál en fimm sækjast eftir öðru sæti á lista flokksins. Gísli Marteinn Baldursson vildi oddvitasætið fyrir síðustu kosningar en tapaði þá fyrir Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni. Gísli hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki tekið sér frí frá störfum þegar hann hóf nám í Edinborg í Skotlandi árið 2008.Hann segir að það geti vel verið að pólitísk staða hans sé veik. „Ég átta mig ekkert á því. Ég met hana ekki þannig og það er ekki þau viðbrögð sem ég fæ núna í þessu prófkjöri. Ég ætla að berjast fyrir mínu sæti út frá þeim málum sem ég hef sett á oddinn í þessu prófkjöri," segir Gísli. Sjálfstæðisflokkurinn beið afhroð í síðustu alþingiskosningum en borgarstjóri er bjartsýnn fyrir komandi kosningar. „Ég vona að okkur gangi vel. Við munum segja kjósendum frá okkar góðu verkum sem að við höfum verið að sinna og frá okkar framtíðaráherslum. Ég treysti því að borgarbúar finni að það er samhljóður með okkur og þeim," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna.
Tengdar fréttir Frambjóðendur í Reykjavík kynntir Sjálfstæðisflokkur og Samfylking kynna í dag þá frambjóðendur sem gefa kost á sér á lista flokkanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Framboðsfrestur í prófkjöri Samfylkingarinnar rennur út á hádegi í dag. 16. janúar 2010 10:35 Þrettán gefa kost á sér hjá Samfylkingunni Þrettán einstaklingar gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna í vor, 5 konur 8 karlar. Dagur B. Eggertsson, varaformaður flokksins og núverandi oddviti, sækist einn eftir fyrsta sætinu. 16. janúar 2010 16:48 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Fleiri fréttir „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Sjá meira
Frambjóðendur í Reykjavík kynntir Sjálfstæðisflokkur og Samfylking kynna í dag þá frambjóðendur sem gefa kost á sér á lista flokkanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Framboðsfrestur í prófkjöri Samfylkingarinnar rennur út á hádegi í dag. 16. janúar 2010 10:35
Þrettán gefa kost á sér hjá Samfylkingunni Þrettán einstaklingar gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna í vor, 5 konur 8 karlar. Dagur B. Eggertsson, varaformaður flokksins og núverandi oddviti, sækist einn eftir fyrsta sætinu. 16. janúar 2010 16:48