Innlent

Fjölmenni á kröfufundi

Ríflega 300 manns eru samankomnir á Austurvelli vegna kröfufundar Hagsmunasamtaka heimilanna og samtakanna Nýtt Ísland. Þar er okurlánastarfsemi og blekkingum bankanna mótmælt. Þetta er sjötti sameiginlegi kröfufundur nýs Íslands og Hagsmunasamtaka heimilanna í vetur.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og Guðrún Dadda Ásmundardóttir, stjórnarkona í Hagmunasamtökum heimilanna, eru meðal ræðumanna á fundinum.

Í hádeginu höfðu fjórir þingmenn boðað komu sína á fundinn. Það voru Birgitta Jónsdóttir og Margrét Tryggvadóttir í Hreyfingunni og framsóknarmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson og Vigdís Hauksdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×